Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1918, Page 70
228
Steingrímur Matthíasson:
| ÍÐUNN
skift lífkerfi og vort, en í engu dýri verður heilinn
nándar nærri eins margbrotinn og vandaður að gerð
og í manninum.
Og lítum við yfir framþróunarsögu dýranna, sjáum
við, að taugakerfið hefir verið smám saman að
þroskast stig af sligi, unz það náði mestri fullkomnun
í manninum. Fyrst koma fram taugakerfislausir ein-
frumungar, siðan fjölfrumungar, og síðan dýr með
taugahnoðakerfi, en seinast dýr, sem þar að auki
hafa mænu og heila, eins og maðurinn.
Og enn má geta þess, að fóstursaga mannsins sýnir
okkur hina sönnu stigbreytingu í frainþróun lífsins.
í fyrstu er fóstrið taugakerfislaust, siðan þroskast
hið meðvitundarlausa innýílalíf til starfa, og loks
eftir fæðinguna vaknar sálarlífið til meðvitundar.
Við dauða mannsins líður lííið hurt úr líkamanum
í öfugri röð við framkomu þess. Þá hverfur sálar-
lifið fyrst, siðan innýflalífið og seinast frumulífið.
Þegar t. d. maður verður fyrir banvænu skoti gegn-
um heilann, þá missist meðvilundin um leið, en
hjartað getur enn haldið áfram að starfa i nokkrar
mínútur, og sé nú líkið varið rotnun, geta frumur
haldist lifandi víðsvegar í líkamanum enn um nokk-
urn tíma. En jafnskjótt og rotnun fer að koma í
Ijós (og þá er hún í rauninni komin langt á veg),
þá hverfur alt líf úr líkamanum. En livað verður af
lífinu?
IV.
Þegar lífið hverfur og líílaus líkaminn liggur eftir
fölur og kaldur, þá furðar okkur á þeim feikilega
mun, sem orðinn er, því munurinn er meiri en því
verði með orðum lýst. Það er meira en lítilræði, sem
líkaminn liefir mist, þó efnishyggjumenn fullyrði, að
lfkaminn vegi jafnmikið eftir sem áður.
Til skamms tíma liafa ýmsir fræðimenn sagt: lífið