Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 3

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 3
IÐUNNI Um persónulegar tryggingar. Svo stórvaxið og gamalt sem þetta mál er orðið, gegnir það furðu, hve lítið hefir verið rætt og ritað utn það hér á landi. Menn hafa þó fundið til þess hér á íslandi, ekki síður en annarstaðar, hvað mikil og alvarleg þau áföll eru, sem mætt geta mönnum, og altaf mæta einhverjum og gera þá ófæra til að sjá fyrir sér sjálfa. Þarf ekki um það að efast, að menn hér sem annarstaðar skilja nauðsjmina á því, að koma hag sínum þannig fyrir, að þau áföll, setn kunna að mæta, verði ekki til þess að koma mönnum á vonar- völ eða sliga þá efnalega. Málið hefir aðeins verið hér til meðferðar. Alþingi fól fyrir nokkrum árum dr. Ólafi Daníelssyni að reikna út ellistyrksgjöld, og lög hafa verið samþykt um sjúkrasamlög. En þegar ellistyrksútreikningarnir Iágu fyrir var ekkert frekara gert, og þau sjúkra- samlög, sem stofnuð liafa verið, virðast harla bág- stödd. Eini vísirinn að persónulegum tryggingum auk líftrygginganna er ellistyrktarsjóðurinn, en til hans eru öll útgjöld svo við neglur uumin, að sú hjálp sem hann getur veitt, er einskisvirði í yfirsjáanlegri framtíð. Þegar litið er til starfandi trygginga hér á landi, virðist svo sem menn telji enga verulega áfallahættu fólgna í neinu öðru en eldsvoða eða skipskaða. Því að bruna- og sjó-vátryggingar eru hjer einu almennu tryggingarnar — og eru þó brunabótakjörin mjög 16

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.