Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 15

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 15
IÐUNNI Um persónulegar trj'ggingar. 253 sem eru öryrkjar frá fæðingu, svo sem fábjánar, vanskapaðir eða farlama menn, sem ættu að fá fram- færi sitt frá 16 ára aldri, þegar þeir hætta að vera skylduómagar foreldra sinna og fara að þiggja fram- færslueyri persónulega. Myndu þessi síðasttöldu þyngsli ekki verða veruleg, þar sem hér væri um fáa að gera, og aldrei aðra en einhleypinga. Loks virðist það ómissandi, að hverl barn, sem er í ómegð við lál framfæranda, fái forlagseyri. Strangt lekið getur ekkert barn þegið af sveit; það eru, þegar svo stendur á, framfærendur þess, sem þiggja, jafnvel þótt þeir séu dauðir. Eigi því að framfylgja kröfunni til hvers manns, að verða ekki öðrum til byrði, má ekki þennan lið vanta í trygg- ingarnar, og vitanlega yrði að gera ráð fyrir sama framlagi, sem að lögum er ákveðið sem barnsmeð- gjöf. En að sjálfsögðu yrði að heimta árlega auka- tryggingu í þessu skyni af sjómönnum og þeim, sem öðrum fretnur væru álitnir að stunda lífshættu- lega atvinnu, og naumast get ég ímyndað mér að þessi liður gildi þau börn, er fæðist fimtugum fram- færanda eöa eldri, nema allhátt aukagjald kæmi til. Tryggingarnar yrðu að halda sér við hið almenna og yrði að undanskilja sérstaka áfallahættu. Hér eru þá þau ósjálfráðu, persónulegu áföll talin, sem geta gert menn ósjálfbjarga og gera það iðulega. Virðist það liggja í augum uppi, að menn þurfi að vera trygðir fyrir þeim öllum. það er líka meiningar- laust að rökstyðja skyldutryggingar með þeirri skyldu einstaklingsins að verða ekki öðrum til byrði, ef svo tryggingin er ekki látin ná nema til nokkurs hluta af þeim persónulegum áföllum, sem geta gert manninn ósjálfbjarga. Mér finst það, að fá trygginaar fyrir þessum áföll- um sem ég hér hefi talið, vera svo stórkostleg rétt- indi, að ég get ekki efast um að nokkur heiðarlegur

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.