Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Page 25

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Page 25
IÐUNN] Um pcrsónulegar tryggingar. 263 nú er komið hér á landi, mun láta nærri að árlega fylli 2000 manns tvítugsaldur, í framtíðinni getur það a. m. k. varla skakkað miklu. Eu þetta þýðir aftur, að árstekjur sjóðsinsyrðu um 2 miljónir króna. Og að fá það fé tram á peningamarkaðinn árlega til ávöxtunar og framkvæmda, það hefir miklu meira að þýða en hægt er að gera sér grein fyrir að fullu. Landið fengi peninga til alls þess sem þyrfti. að framkvæma. Mætti skrifa heiiar bækur um það sem með þessu móti væri hægt að framkvæma, án þess þó að tæma efnið. Eg skal ekki þreyta rnenn á að gera grein fyrir þessu með löngu máli. Eg vil að eins benda á, hver nauðsyn þeim tveimur aðalstétt- um, sem ég helzt hefi kynni af, er á þessum trygg- ingum, eingöngu frá þessu sjónarmiði séð, auk alls annars. Þessar tvær stéttir eru sveitabændur og verkamenn í kaupstöðum. Allir vita og viðurkenna, að landbúnaðurinn þarf mikils með, ef hann á að geta vaxið svo og dafnað, að hann verði sambæri- legur við aðra atvinnuvegi. í*ess vegna hefir lika allmikið verið rætt og ritað um að stofna landbún- aðarbanka. Mig hefir oft furðað á því, sem um það mál hefir verið ritað. Ekki svo að skilja, að ég rengi þá nauðsyn, sem er á slíkri lánsstofnun, þvert á móti. Mig hefir furðað á hinu, hvað menn virðast gera litlar kröfur lil fjármagns sliks banka, þvi að enginn hlutur er vissari en sá, að íslenskum land- búnaði dugir en«inn stafkarlabanki. íslenzkur land- búnaður þarf stórfé; hann þarf fé til áveitufyrirtækja og áburðarframleiðslu; hann þarf fé til verksmiðjustofn- ana til þess að geta gert afurðir sínar, eins og ull og skinn, að markaðsvöru. Eingöngu í þessu skyni þyrfli margar milljónir handa atvinnuveginum í heild sinni, og þá er eflir ótalið fé til stórvirkra jarðyrkju- vinnuvéla, og það fé, sem hver einstakur bóndi þarf á að halda til jarðabóta, húsabygginga og búreksturs.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.