Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 28

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 28
26G Gísli Skúlason: tlÐUNN við á því alminsta kaupi, sem til mála getur komið. Hér býr fámenn þjóð í stóru og lítt numdu landi, þar sem möguleikarnir og verkefnin mega heita ótæmandi í samanburði við fólksfjöldann. Ég hefl áður gert gein fyrir því atvinnuleysi, sem hér er að óttast. Það liggur í því að fyrirtækin komast ekki í framkvæmd vegna fjárskorts. Slíkt atvinnuleysi yrði fyrirbygt með þessum tryggingum. Til atvinnuleysis tel ég hinsvegar ekki það, þótt vinna falli niður í bili útaf togstreitu milli vinnuveitenda og verkainanna uin kaupgjald. Slikt er ekki vinnulejsi, heldur vinnu- teppa. Hið eiginlega atvinnuleysi liggur í því, að verkefni vantar handa verkalýðnum, og þá tegund atvinnuleysisins er ekki að óttast hér á landi í yfir- sjáanlegri framtíð. En einmitt þess vegna er oss fært að stíga það spor, sem öðrum þjóðum myndi ófært. Og erfilt á ég með að trúa því, að ungir menn íslenzkrar þjóðar teldusl undan að greiða hrot af því gjaldi, sem einstaklingar annara þjóða leggja á sig með almennri herskyldu — til þess að kaupa sjálfum sér dýrmæt réttindi, afstýra því að þeir verði öðrum til byrði. Eg lít svo á, að þess erfiðari sem tímarnir eru, þess meir verði nauðsynin knýjandi til þess að koma persónulegum tryggingum í framkvæmd. Áföllin og álögurnar verðum við hvort sem er að bera, jafnt á eríiðum timum eins og hinum. Hér er í rauninni ekki verið að tala um það, að leggja ný gjöld á menn, heldur hitt, að færa gömul gjöld í nýjan og hagkvæmari búning. Að byrja með þessa tryggingu á erliðum tímum, kostar í sjálfu sér ekki annað en það, að hið opinbera þarf að vera belur undir það búið að breyta vinnu einstaklinganna I peninga, en það annars væri, þar sem menn á slíkum tímum ættu erfiðara með peningaútlát. En þar sem hvert slórfyrirtækið híður óunnið við liliðina á öðru, og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.