Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Page 34

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Page 34
272 Mattli. Jochumsson: HÐUNN bermæltur á samkomum, t. d. er samkoman slóð á Oskjuhlíð og hann flutti »demokratiska« tölu and- spænis konungi, sáum við, að Bayaid Taylor likaði miður, gekk feti fram og mælti á þýzku nokkrum mildandi orðum og mællist vel. Peir B. Taylor og C. Field voru manna mestir vexti og hinir drengilegustu, kváðust og vera niðjar Leifs hins heppna og færa heilla- óskir fóstru hans og landi frá Vínlandi hinu góða — eins og Bayard segir í kvæði þvi, er prentað var í »Sæmundi fróða« og ég íslenzkaði. Dr. Hjaltalín land- læknir gaf sig mest við þeim, enda áttu þeir bezt saman. Peir komu á skipi sér, lillu, og höfðu hrept slæm veður, en lítt voru þeir félagar sjóhræddir, sagði Eiríkur, er með þeim var. Dr. Leitner frá Lahore á Indlandi, var einn þeirra einhleypinga, eða túrista, er heimsóttu oss þá, ein- ungis til að sýna sig og sjá aðra, að okkur virtist. Dr. Leitner þessi barst allmikið á og sagðist vera einhver helzti fræðimaður í fornum tungumálum Asíu-þjóða. Hitli hann brátt okkur Steingríin Thor- steinsson (því í þá daga héldum við saman eins og Síamskir tvíburar, og hentum gaman að öllu, er okkur þótti kýmilegt eða humbugskent). Við leylðum okkur að spyrja þennan lága, rauðdumbótta Asíu- inann um »kreditív« hans eða skilríki, og þótlumst vera til þess settir. Hann firtist við, og tók upp hjá sér lítið og snjáð bókfeilsblað, útkrolað með krjabulli, líkast fleygletri, og sagði: »þar er mitt kreditív; þetta letur hefi ég lesið og skýrt fyrstur maður í heimi«. Hann mælti á enska tungu, en bauð okkur að tala á hvaða máli, sem okkur þóknaðist. Að ætt var hann sagður »Seiníti«, en ekki þótti okkur hann hafa Gyðingasvip, og heldur var hann úíinn ásýndar og gustillur. Frá okkur gekk bann á fund Gríms Thom- sens. Hafði hann spurt Grím, hvernig á þeim skratta stæði, að hvorki konungurinn eða hirðrnenn hans

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.