Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 36

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 36
274 Matth. Joehutnsson: 'IÐUNN um endurreisn hinna ítölsku lista á 15. öld, og þar- með íylgdi margvolkaður miði frá ritara Napóleons III., er voltaði velþóknun hans liátignar fyrir bæk- linginn. Lítið þótti okkur til þessa ritverks koma, og sáum skjótt, að þar höfðum við náð í svo kostul^- an »snob«, sein framast mátli óska sér, en græsku- laus var hann og barnalegur. Hann var litill vexti, kýmilegur og kjammaleitur, hvatur í spori og hjól- fættur, var alstaðar á ferðinni, og þó lielst þar sein hans var ekki von, enda þektu hann allir, þótt fáir vissu hver hann var eða hét. Hann bar oítast eld- rauða tyrkneska húfu (fez) og hafði yíir sér eða vafið utan um sig röndóttan skozkan feld (plaid), sem tilsýndar líktist íslenzku brekáni; var sagl, að stúlkurnar héldu hann vera álfapilt eða dverg kom- inn út úr steini. Einkum þótti hann kyndugur uppi á Þingvöllum; þóttist hann þar vera í makki við stúlkur, en sagði að þær fældust sig flestar og héldu að hann ætti heima í Almannagjá. Við okkur Stein- grím batt hann töluvert vinfengi, enda dvaldi hann hér nokkrar vikur eftir hátíðina, og í samlleytt 3 ár skrifaði hann okkur báðum með hverri ferð, og það löng bréf, og fylgdu ótal sneplar til uppfyllingar, en efnið var oftast sundurlaust bull með smágullkorn- um á milli. Browning sýndi okkur alla sína dýr- gripi, sem hann var hróðugur af, en okkur þóttu skritnir, þar á meðal voru 2 rakhnífar, sein hann kvað vera dvergasmíði frá Damaskus. t*eir voru gló- bjartir og hárbitrir. Þessir hnifar urðu síðar sögu- efni. Veturinn 1877 var Browning austur á Ungverja- landi og dvaldi þar um tíma hjá einhveijum ríkis- manni. Bá var það. að við fengum bréf frá inanni í Klausenburg (Kolozvár) í Siebenburgen, er Browning hafði komið okkur í samband við. Hann hét dr. Melztl og var fagurfræðingur mikill, lagði stund á norræn mál, skildi íslenzku, og gaf út mánaöarrit á ýmsum mál-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.