Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Blaðsíða 48
286
Troels-Lund:
IIÐDNN
En ég kveð þig til þessa starfa, af því að ég hefi
séð þig á þessum slóðum, í þessum görðum, á þess-
um engjum og í þessum skógi, síðan þú varst barn.
Þú þekkir þetta alt frá blautu barnsbeini betur en
nokkur annar núlifandi maður og þér þykir vaent
um landið. Bróðir þinn, sem hjálpaði þér lil þess
að mæla hæð hlynanna í garðinum, hefði að vísu
verið hæfari til þessa, en á honum þurfti ég nú að
halda, eftir að Dybböl féll. Ég varð þvi að nægjast
með þig og gera þig smámsaman, og óséður þó, svo
úr garði, að þú gælir þetta.
F*ú ætlaðir að skrifa ævisögu þína. En þú ált nú
ekki að vera miðdepil! þess, sem þú segir frá, þú
ert of lítilmótlegur til þess. Þú hafðir hugsað þér að
halda áfram bók þinni BLivsbelysningct1) alt til vorra
daga; en til þessa ert þú of ókunnugur öðrum þjóð-
um og öðrum löndum. Lú átt að eins að segja frá
vaxtarsprotunum á hlynunum í Bakkahúsinu gamla,
hversu þeir hafa dafnað í ættliðum þeim, sem frænd-
fólk þitt heíir sagt þér frá og þú hefir sjálfur verið
samtíða. Og þú átt að segja frá atburðunum eins
og ég reyni að skýra þá fyrir þér, en þar kem-
ur þú sjálfur lítið við sögu, ekki öllu meira en er
þú sem barn varst að reyna að mæla hæð hlyn-
anna.
Öldum saman heíi ég unnað þessum stað. F*egar
því ljósboðið og hitabylgjan leið yfir, einnig hér yfir
Danmörku, kaus ég mér þennan slað og gróðursetti
hinar ungu plöntur i gróðurreiti Bakkahússins, þangað
til unt yrði að dreifa þeim út um víðavang.. En þar
runnu upp ný sjónarsvið, þaðan sem menn virtu
fyrir sér ráðgáturnar gömlu um ljós og myrkur, dag
og nótt, líf og dauða og tilveruna í heild sinni. Og
1) Síðasta bindi í »Daglígt Liv i Norden«, sem rœðir um trúar og lifs-
skoðanir mannn fra fyrstu timum og fram a 10 old.