Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1921, Side 70
308
Á. H. B.: Trú og sannanir.
IIÐUNN
og hafði verið nákunnugur Gurney, en í áhrifum frá
ödrum heimi. Nokkuð er það, að mjög virtist hafa
dregið úr miðilshæfileika frú Piper eftir Hall-seturnar
og síðustu leiðsluna komst hún í 31. júlí 1911.
Niðurstaða frú Sigdwick um alt miðilsstarf frú
Piper er i fám orðum sú, að enda þótt liún telji
hana hafa haft ýmsa alburða-hæfileika í leiðslunni
(ofnæmi, dulminni, fjarvisi o fl), þá verði hún að
hta á »andana«, sern biizt hafi, á »stjórnendurna«
(thc controlsj svo, að þeir séu ekki, eins og þeir
þó þykjast vera, óháðir andar, er noti 1 ík-
ama frú Piper, heldur séu þeir einhver hlið
eða þáttur úr meðvitund frú Piper sjálfrar;
og um »sendendurna« [the communicatois/ segir hún,
að mjög svipaðar astæður liggi til þess að
hafna þvi, að þeir frekar en stjórnendurnir
séu sjálfstæðar persónur. f)g svo segir hún ber-
um orðum: »Dávera miðilsins (The hypnotic self/ eða
einhver hluti hennar stælir (personates/ inismunandi
einstaklinga hvern á eltir öðrum, — Phinuit, G. P.,
Stainton Moses, R>-ctor, George Eniot o. fl «. (Procee-
dings Vol. XXVIII, bls. 315-17 og 324).
En — ef svo er um hið græna tréð, bezta og
ábyggilegasta miðilinn, sem þótt hefir — hvað er þá
um hina? —
En þótt »andar« miðlanna reynist nú svo, þá þarf
það ekki að ræna neinn mann trúnni á annað líf
og endurfundina annars heims. Því að miðlarnir eru
þó aldrei annað en — svefnreika menn, og »andarnir«,
sem birtast hjá þeim, að líkindum ekki annað en
hugarfóstur sjálfra þeirra og annara.
Á. H. li.