Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Blaðsíða 96
206
Efnisheimur.
IDUNN-
að geyma 1 eind af kalsíum, 1 eind af kolefni og 3 af
súrefni, eða alls 5 eindir í hverri sameind.
Svo mætti lengi telja, en verður eigi gert. Efnasam-
bönd eru geysimörg og valda mestu um takmarkalausa
fjölbreytni hlutanna. Minst eru tvær efniseindir í sam-
eind hverri, en þær geta verið miklu fleiri, og skifta.
hundruðum eða jafnvel þúsundum í sumum lífrænum
efnum, svo sem hinum rauðu blóðkornum. Eigi að síður
telja menn þó efniseindunum skipað niður eftir alveg
föstum lögum, og eru þvílíkar sameindir einhver mestu
völundarsmíði náttúrunnar.
Þrjú stig efnisins. Efnin eru jafnaðarlega eitt af
þrennu: föst, fljótandi eða loftkend. Sama efni getur
birzt á öllum þessum þremur stigum, svo sem ís — vatn
— gufa. Vita menn nú, að hitinn, eða hreyfingin inni í
efninu, ræður mestu um þetta alt, og skýra þannig:
í föstum hlutum eru sameindir efnisins nánar mjög:
og fast samtengdar af kröftum, sem búa í iðrum efnis-
ins. Sameindirnar liggja þar næstum kyrrar / vissri fjar-
lægð og vissri afstöðu. — Fastur hlutur hefir því víst
rúmtak og vissa lögun.
I legi eru sameindirnar lítið eitt gisnari. Kraftar efn-
isins geta þó haldið sameindum þess í vissri fjarlægð,,
en ekki í vissri afstöðu. — Lögur hefir því víst rúm-
tak, en ekki vissa lögun.
í lofti eru sameindirnar í mestri fjarlægð og á mestrí
ferð. Kraftar efnisins geta þá eigi haldið sameindunum
í vissri fjarlægð og eigi heldur í vissri afstöðu. — Loft'
hefir þessvegna ekkert víst rúmtak og enga vissa lögun^
Þetta er nú að mestu leyti staðhæfingar, eins og það
birtist á þessum stað, og sannar eigi tilvist efniseindanna.
En það verður líka altaf erfitt, að láta þær beinlínis
sanna tilvist sína. En svo er því farið, að þetta getur
aðeins skýrst í ljósi kenningarinnar um efniseindirnar..
Svo er og um fjölmargt annað, t. d. sameining efna í
alveg vissum þungahlutföllum, upplausn eins efnis í öðru
efni, geislun ljóssins, hætti rafmagns í lofti og legi: alt
þetta verður aðeins skýrt með tilgátunni um efniseind-
irnar. Hafa menn farið yfir 20 mismunandi leiðir, til þess-