Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Blaðsíða 51

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Blaðsíða 51
IÐUNN Tvær stúlkur. 161 undir rauðum hatti. Og líkt og einskonar baksýn við þessa persónulegu efri-vör var í blóðlituðum umbúðum líkami falinn með kúptum, þurftarfrekum vöðvum, veru- lega þungum mjöðmum, luralegum knjám og fingrum, sem voru alt of ruddalegir, þrátt fyrir vandláta snyrt- ingu, já, næstum dónalegir. Hún lítur upp frá hljóðfær- inu og brosir, þegar hún sér mig; tennur hennar hvítar eins og í blóðþyrstu og æfintýralegu dýri. Við könnuðumst óðar hvort við annað, því við vorum hér hvorki einstaklingar né persónur, heldur aðeins tvær manneskjur. Þannig eiga tvær manneskjur á hættu að mætast, hvar sem er og hvenær sem er. Það fylgir stundum hryliilegur unaður augnatillitum manns og konu, sem sjást í fyrsta sinn í dag og skilja aftur á morgun fyrir fult og alt. Maður og kona eru sitt af hvoru kyni, — svo öldungis ótrúlegt sem það kann að virðast. Að frádregnum persónuleika og einstaklingsnáttúru, þá heyra þau undir einhverja tegund vísindalegrar jurtafræði, sem er kannske í eðli sínu einskonar goðafræði, en að minsta kosti þúsundfalt skemtilegri en sálarfræði. Það er ekki nema yfirborð veru vorrar, sem hefir tekið á sig per- sónulegt form. Djúpin sjálf hafa ekkert form. — ]á, sagði hún, ég er á leið til Toronto að hitta .piltinn minn; sko, ég hefi hring á hendinni. Hann sendi mér fyrir fari. Var hann kannske ekki vænn? Hún situr við hlið mér á bekk úti á þilfarinu, hvílir vinstra arminn á öxl mér, en leggur hina hringbúnu hönd sína í skaut mér til þess að sannfæra mig um, að þrátt fyrir alt sé þetta kvenleg hönd, sem geymir í hreyf- ingum sínum alla leyndardóma kveneðlisins. — ]á, sagði ég. Þetta er bara sona hringur. Bara sona vörumerki. Hver leggur mark á slíkt? — Ekki ég, viðurkendi stúlkan og leit fyrst vandræða- Iðunn XIV. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.