Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 51

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 51
IÐUNN Tvær stúlkur. 161 undir rauðum hatti. Og líkt og einskonar baksýn við þessa persónulegu efri-vör var í blóðlituðum umbúðum líkami falinn með kúptum, þurftarfrekum vöðvum, veru- lega þungum mjöðmum, luralegum knjám og fingrum, sem voru alt of ruddalegir, þrátt fyrir vandláta snyrt- ingu, já, næstum dónalegir. Hún lítur upp frá hljóðfær- inu og brosir, þegar hún sér mig; tennur hennar hvítar eins og í blóðþyrstu og æfintýralegu dýri. Við könnuðumst óðar hvort við annað, því við vorum hér hvorki einstaklingar né persónur, heldur aðeins tvær manneskjur. Þannig eiga tvær manneskjur á hættu að mætast, hvar sem er og hvenær sem er. Það fylgir stundum hryliilegur unaður augnatillitum manns og konu, sem sjást í fyrsta sinn í dag og skilja aftur á morgun fyrir fult og alt. Maður og kona eru sitt af hvoru kyni, — svo öldungis ótrúlegt sem það kann að virðast. Að frádregnum persónuleika og einstaklingsnáttúru, þá heyra þau undir einhverja tegund vísindalegrar jurtafræði, sem er kannske í eðli sínu einskonar goðafræði, en að minsta kosti þúsundfalt skemtilegri en sálarfræði. Það er ekki nema yfirborð veru vorrar, sem hefir tekið á sig per- sónulegt form. Djúpin sjálf hafa ekkert form. — ]á, sagði hún, ég er á leið til Toronto að hitta .piltinn minn; sko, ég hefi hring á hendinni. Hann sendi mér fyrir fari. Var hann kannske ekki vænn? Hún situr við hlið mér á bekk úti á þilfarinu, hvílir vinstra arminn á öxl mér, en leggur hina hringbúnu hönd sína í skaut mér til þess að sannfæra mig um, að þrátt fyrir alt sé þetta kvenleg hönd, sem geymir í hreyf- ingum sínum alla leyndardóma kveneðlisins. — ]á, sagði ég. Þetta er bara sona hringur. Bara sona vörumerki. Hver leggur mark á slíkt? — Ekki ég, viðurkendi stúlkan og leit fyrst vandræða- Iðunn XIV. 11

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.