Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Blaðsíða 94

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Blaðsíða 94
204 Efnisheimur. IDUNI'T radíum sjálft sundrast á löngum tima og breytist í helíum og blý. — Verða nú talin algengustu frumefnin, 18 alls,. en tölurnar sýna hve mörg °/o eru af hverju þessu efni í skurni jarðar, höfunum og loftinu: Súrefni . . 50.00 Natríum. . 2.30 Fosfór. . . 0.09 Kísill . . . 25.00 Kalíum . . 2.20 Magnanese 0.07 Aluminíum 7.30 Vatnsefni . 1.00 Brennisteinn 0.04 Járn . . . . 5.10 Títaníum. . 0.30 Baríum . . 0.03 Kalsíum . . 3.50 Kolefni . . 0.20 Köfnunarefni0.02 Magníum . 2.50 Klór .... 0.15 Krómíum . 0.01 Eigi vita menn hverskonar efni kunna að vera í iðrum jarðar, en af ýmsu má þó ráða, að þar sé mikið af þung- um málmum. Hinsvegar sýnir ljósbrotakönnun, að frum- efnin í stjörnunum víðsvegar um himingeiminn eru hin sömu og þau, sem finnast á jörðu hér. Svo er mikil einingin í tilveru vorri, bak við hina takmarkalausu fjöl- breytni hlutanna. Samsett efni nefnist sérhvert efni, sem gert er af tveimur eða fleiri frumefnum. Þau geta verið efnablöndur, svo sem svarf af járni og gulli. Heldur þá hvert efni sjálfstæði sínu, og segull skilur járnið frá gullinu. Þá geta þau verið upplausnir, svo sem sykur og vatn. Við upphitun gufar vatnið burt, en sykurinn verður eftir á botninum. Loks eru efnasambönd. Efnasamband er komi& af tveimur eða fleiri frumefnum, en það er gagnólíkt frumpörtum sínum. Vatnið er ljósasta dæmi þess. Frum- efni þess er vatnsefni, sem er eldfimt loft, og súrefni, sem einnig er lofttegund, er viðheldur bruna. En vatnið er lögur, sem brennur ekki og slekkur e/d. Avalt, þegar efni sameinast, kemur fram hiti, sem ber vitni um ákafa hreyfingu inni í efninu. Þá er eigi síður markvert, að efni sameinast jafnan svo, að viss þungi af einu efni sameinast alveg vissum þunga af öðru efni, og skakkar þar engu. En sé um of af einhverju efni, sem á að sameinast öðru, þá gengur aðeins annað efnið alveg upp, en afgangur verður af hinu. Ber þetta vitni um, að ákveðin tala af eindum eins efnis tengist alveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.