Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Blaðsíða 45
'JÐUNN
Um Iregðu.
155
hinum háleitu hugsjónum þeirra og magni auðlinda
þeirra. Þetta er ekkert furðuefni, því ekki er nema vika
síðan þeir voru að brenna og grafa þá lifandi, sem
ósammála voru ráðandi flokknum um skilyrðin fyrir sálu-
hjálp, skera á opinberum stöðum upp kviðinn á þeim,
sem höfðu aðrar hugmyndir um stjórnarfar, og hengja
gamlar konur, sem ásakaðar voru um samneyti við djöf-
ulinn. Enginn þeirra hafði verið annað en flakkandi
villimaður fyrir ári síðan. Æðri þekking þeirra var alt
of ung til þess að hún gæti rist djúpt, og þeir höfðu
margar stofnanir og marga forystumenn, sem höfðu þann
starfa að viðhalda úreltum hugmyndum, sem horfið hefðu
að öðrum kosti. Breyiingarnar höfðu verið svo hægfara
og ómerkjanlegar, alt fram til síðustu tíma, að ekki var
við því að búast, að fleiri en fáeinir menn hefðu áttað
sig á, að megnið af því, sem þeir trúðu og töldu eilífan
sannleika, átti rót sína að rekja til óhjákvæmilegs mis-
skilnings villimannsins*.
Þessi mynd er vel dregin og sönn. Breytingarnar,
sem hugsanalífið hefir tekið, samsvara ekki nema að ör-
litlu leyti þeim breytingum, sem orðið hafa á ytri hög-
um mannanna. Og hugsanalífið hefir breyzt meira fyrir
ytri ástæður en fyrir nokkurn verulegan eðlismun, er
fram hafi komið. Aðalviðfangsefnið í félagsmálum nú-
tímans er að losna, með nokkurum flýti, við þær að-
stæður, sem viðhalda frumstæðum hvötum villimannsins,
sem nú koma ekki lengur að gagni, en eru til trafala.
Sú var tíðin, að hæfileikinn til þess að geta reiðst nærri
hamstola var nauðsynlegur viðhaldi einstaklingsins og
þar með ættarinnar. Engin slík líffræðileg nauðsyn kallar
nú að í þessum efnum. Sama er með ótta, langrækna
hefnigirni og fjölmargar aðrar eigindir áslríðulífsins. Og
stórkostlegur hluti hugsana vorra um mikilvægustu atriði