Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Blaðsíða 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Blaðsíða 12
122 Putois. IÐUNN afasystir mömmu. Hún notaði sér rétt þann, sem frænd- semin gaf henni, til að krefjast þess, að pabbi og mamma kæmu á hverjum sunnudegi til miðdegisverðar á Sælu- völlum, og þeim leiddist þar ákaflega. Hún sagði, að það væri heldri manna háttur, að frændfólkið borðaði saman á sunnudögunum, og það væri ekki nema ósiðað fólk, sem léti þessa gömlu venju undir höfuð leggjast. Pabbi ætlaði alveg að deyja úr leiðindum á Sæluvöll- um, og það var hörmung að sjá, hvað honum leið illa. En frú Cornouiller sá það ekki, hún sá ekki neitt. Mamma var kjarkbetri. Henni leið eins illa og pabba, eða kannske ver, en samt brosti hún«. »Konan er sköpuð til að þjást«, sagði Zoe. »Alt, sem lifir hér í veröldinni, verður að þola þján- ingar, Zoe. Það þýddi ekkert, þó að pabbi og mamma neituðu að þiggja þessi hræðilegu heimboð. Vagninn hennar frú Cornouiller kom eftir þeim klukkan tólf á hverjum sunnudegi. Þau urðu að fara heim að Sælu- völlum; það var skylda, sem alveg ómögulegt var að hliðra sér hjá. Það var orðin föst regla, sem ekki var hægt að rjúfa, nema með uppreisn. Pabbi gerði á end- anum uppreisn, og vann þess dýran eið, að nú skyldi hann ekki þiggja eitt einasta heimboð hjá frú Cornou- iller framar. Hann lét mömmu um það að finna hinar og þessar ástæður, sem hægt væri að fóðra neitanirnar með. En til þess var ekkert gagn í mömmu. Mamma kunni ekki að leika skrípaleik*. »Þú ættir heldur að segja, að hún hafi ekki viljað það, Lucien. Hún hefði getað skrökvað eins og aðrir*. »Það er ekki hægt að neita því, að þegar hún hafði -góðar og gildar ástæður, bar hún þær fremur fyrir sig, en að hún færi að skrökva upp öðrum Iakari. Manstu eftir því, Zoe, að hún sagði einu sinni, þegar við vor-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.