Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 12
122 Putois. IÐUNN afasystir mömmu. Hún notaði sér rétt þann, sem frænd- semin gaf henni, til að krefjast þess, að pabbi og mamma kæmu á hverjum sunnudegi til miðdegisverðar á Sælu- völlum, og þeim leiddist þar ákaflega. Hún sagði, að það væri heldri manna háttur, að frændfólkið borðaði saman á sunnudögunum, og það væri ekki nema ósiðað fólk, sem léti þessa gömlu venju undir höfuð leggjast. Pabbi ætlaði alveg að deyja úr leiðindum á Sæluvöll- um, og það var hörmung að sjá, hvað honum leið illa. En frú Cornouiller sá það ekki, hún sá ekki neitt. Mamma var kjarkbetri. Henni leið eins illa og pabba, eða kannske ver, en samt brosti hún«. »Konan er sköpuð til að þjást«, sagði Zoe. »Alt, sem lifir hér í veröldinni, verður að þola þján- ingar, Zoe. Það þýddi ekkert, þó að pabbi og mamma neituðu að þiggja þessi hræðilegu heimboð. Vagninn hennar frú Cornouiller kom eftir þeim klukkan tólf á hverjum sunnudegi. Þau urðu að fara heim að Sælu- völlum; það var skylda, sem alveg ómögulegt var að hliðra sér hjá. Það var orðin föst regla, sem ekki var hægt að rjúfa, nema með uppreisn. Pabbi gerði á end- anum uppreisn, og vann þess dýran eið, að nú skyldi hann ekki þiggja eitt einasta heimboð hjá frú Cornou- iller framar. Hann lét mömmu um það að finna hinar og þessar ástæður, sem hægt væri að fóðra neitanirnar með. En til þess var ekkert gagn í mömmu. Mamma kunni ekki að leika skrípaleik*. »Þú ættir heldur að segja, að hún hafi ekki viljað það, Lucien. Hún hefði getað skrökvað eins og aðrir*. »Það er ekki hægt að neita því, að þegar hún hafði -góðar og gildar ástæður, bar hún þær fremur fyrir sig, en að hún færi að skrökva upp öðrum Iakari. Manstu eftir því, Zoe, að hún sagði einu sinni, þegar við vor-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.