Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 25

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 25
SDUNN Putois. 135 á honum, og hann var ekki eins göldróttur. Þess vegna lét hann sér nægja að mála yfirskegg með bleki á brúð- urnar hennar systur minnar. Þegar við lágum vakandi í rúmum okkar, áður en við fórum að sofa, gátum við heyrt til hans. Hann mjálmaði með köttunum uppi á húsaþökum, fylti ofnpípurnar með ýlfri og andvörpum og hermdi eftir söng fylliraftanna á götunni. Það, sem gerði okkur svo handgengin Putois og olli því, að hann varð okkur svo hugleikinn, var það, að alt í kringum okkur minti okkur á hann. Brúðurnar hennar Zoe, stílabækurnar mínar, sem hann hafði svo oft ruglað og útatað, múrinn kringum garðinn, sem við höfðum séð hann stara yfir á kveldin með rauðum glóandi aug- um, bláa steinungskrukkan, sem hann hafði sprengt eina vetrarnóttina (ef það var þá ekki frostið, sem gerði það), trén, göturnar, bekkirnir — alt minti okkur á Putois, Putois okkar barnanna, sagnahetju héraðsins. Þó að minni yndisþokki og skáldlegur blær væri yfir honum en klunnalegasta satýr eða feitasta skógarpúka frá Sikiley eða Þessalíu, var hann hálfguð engu að síður. Faðir okkar hafði alt annan skilning á honum, tákn- rænan og heimspekilegan. Pabbi leit á mennina með meðaumkun og hluttekningu. Hann áleit að skynsemin réði ekki miklu um gerðir þeirra; hann hafði gaman af gönuhlaupum þeirra, og brosti að þeim, ef þau höfðu ekki böl eða þjáningar í för með sér. Honum þótti trúin á Putois merkileg, af því að hún hafði að geyma í ágripi öll frumatriði allra annara trúarbragða í veröld- inni. Og með þeirri góðlátlegu hæðni, sem honum var lagin, talaði hann um Putois alveg eins og hann væri til í raun og veru. Stundum talaði hann um þetta svo skýrum stöfum og tilgreindi einstök atriði svo nákvæm- lega, að mamma varð alveg hissa og sagði í hjartans

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.