Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 94

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 94
204 Efnisheimur. IDUNI'T radíum sjálft sundrast á löngum tima og breytist í helíum og blý. — Verða nú talin algengustu frumefnin, 18 alls,. en tölurnar sýna hve mörg °/o eru af hverju þessu efni í skurni jarðar, höfunum og loftinu: Súrefni . . 50.00 Natríum. . 2.30 Fosfór. . . 0.09 Kísill . . . 25.00 Kalíum . . 2.20 Magnanese 0.07 Aluminíum 7.30 Vatnsefni . 1.00 Brennisteinn 0.04 Járn . . . . 5.10 Títaníum. . 0.30 Baríum . . 0.03 Kalsíum . . 3.50 Kolefni . . 0.20 Köfnunarefni0.02 Magníum . 2.50 Klór .... 0.15 Krómíum . 0.01 Eigi vita menn hverskonar efni kunna að vera í iðrum jarðar, en af ýmsu má þó ráða, að þar sé mikið af þung- um málmum. Hinsvegar sýnir ljósbrotakönnun, að frum- efnin í stjörnunum víðsvegar um himingeiminn eru hin sömu og þau, sem finnast á jörðu hér. Svo er mikil einingin í tilveru vorri, bak við hina takmarkalausu fjöl- breytni hlutanna. Samsett efni nefnist sérhvert efni, sem gert er af tveimur eða fleiri frumefnum. Þau geta verið efnablöndur, svo sem svarf af járni og gulli. Heldur þá hvert efni sjálfstæði sínu, og segull skilur járnið frá gullinu. Þá geta þau verið upplausnir, svo sem sykur og vatn. Við upphitun gufar vatnið burt, en sykurinn verður eftir á botninum. Loks eru efnasambönd. Efnasamband er komi& af tveimur eða fleiri frumefnum, en það er gagnólíkt frumpörtum sínum. Vatnið er ljósasta dæmi þess. Frum- efni þess er vatnsefni, sem er eldfimt loft, og súrefni, sem einnig er lofttegund, er viðheldur bruna. En vatnið er lögur, sem brennur ekki og slekkur e/d. Avalt, þegar efni sameinast, kemur fram hiti, sem ber vitni um ákafa hreyfingu inni í efninu. Þá er eigi síður markvert, að efni sameinast jafnan svo, að viss þungi af einu efni sameinast alveg vissum þunga af öðru efni, og skakkar þar engu. En sé um of af einhverju efni, sem á að sameinast öðru, þá gengur aðeins annað efnið alveg upp, en afgangur verður af hinu. Ber þetta vitni um, að ákveðin tala af eindum eins efnis tengist alveg

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.