Kirkjuritið - 01.01.1935, Blaðsíða 43
Kirkjuritið.
Kirkjuklukkurnar í Sevilla.
31
sést hún illa utan frá. Henni er troðið inn i lítið og
jtröngt pláss, það er að segja, plássið er stórt, en hún
er svo ógurlega stór sjálf, að það verður svo sein ekk-
ert afgangs!
Hún líkist því mest húsaþyrpingu, húsahrúgu, hurst
upp af burst, liús upp af húsi, þak ofan á þaki, brún
við brún. Hún er eins og bæjarliluti, eins og margar
hallir, með ýmsu sniði, liafi verið reistar þarna, hver
ofan í annari, og kirkjan innan um alt saman. Hér er
gotneskur gafl, með liliði svo skrautlegu og háu að ó-
mögulegt er að til séu liærri dyr í veröldinni. Inn uin
þær gætu háir turnar gengið án þess að beygja sig. Til
hliðar er eins og framhlið á stórri liöll, en þegar inn er
komið, þá er þetta stóreflis kirkja, og sé gengið gegnum
hana er komið inn í stóran garð, við norðurhlið dóm-
kirkjunnar. Þar er annað skrauthlið inn í kirkjuna.
Það lirundi nýlega i jarðskjálfta og er ekki lokið að
endurreisa það. Við suðurhliðina sést ekki i dómkirkj-
una fyrir einliverjum aukahúsum, sem teygja sig upp
eftir hlið hennar eins og undirfjöll, en að austan, þar
sem kórhvelfingarnar hrúgast liver upp af annari, getur
að Jíta skrautlega og tignarlega sjón, Giralda, klukku-
turnin'n.
Aldrei er útsýn fegurri úr Giralda, en um eftirmiðdag-
inn, og nú var því afbragðs tækifæri. En undir turninum
eru dyr inn i kirkjuna, og þá freistingu var ekki unt að
standast, að gægjast inn, og sjá hvernig umhvorfs væri
inni í þessu gráa fjalli, stærstu gotnesku kirkjunni i
kristninni.
Á næsta augnabliki vorum við komin inn í fjallið. Þar
Var svalt eftir brunann á götunni, og skuggsýnt eftir sól-
skinsdýrðina. En smámsaman laukst upp þessi nýi heim-
ur. Við stóðum í öðrum endanum á geysilöngum kletta-
Söngum. Til hægri handar eru raðir af húsum, kapell-
um, með haglega gerðum járngrindum, margar mann-
baeðir, þar sem slegið járnið er fléttað eins og það væri