Kirkjuritið - 01.01.1935, Blaðsíða 44
32
Magnús Jónsson:
Kirkjuritiö.
eittlivert mjúkt efni. En milli þessara híbýla, teygðusl
rifjasúlurnar frá gólfi. Til vinstri var súlnaröð. Súlurn-
ar eru langt hver frá annari og virðast ótrúlega grann-
vaxnar til þess að bera fjallþakið uppi. Ep sú súlan,
sem næst er, reynist við nánari athugun vera ummáls
eins og laglegt íbúðarhús, og þannig eru þær allar. Það
er hæðin og vegalengdin, sem veldur því, að þessar súl-
ur sýnast grannar. Eins og tröllauknir trjábolir, vaxa
þær upp frá gólfinu, og kvísla rifjunum í bogana og
hvelfingarnar uppi í hæðunum.
Það er langur spölur eftir þessum hamragöngum, lík-
lega framt að 100 föðmum. Og brátt opnast útsýni i
aðrar áttir, inn í ný hamragöng. Og nú er þetla liús ekki
lengur hrúga af húsum, heldur einn samfeldur geimur,
hátt til lofts og' vítt til veggja, dýrðlegt musteri, ótrúlegt
listaverk, stórbrotið og þó blitt, voldugt og verndandi,
eins og sjálf hin mikla móðir, kirkjan.
Arið 1401 ákvað klerkaráðið i Sevilla, að reisa svo
stóra og veglega kirkju, að aldrei yrði fram úr farið.
Önnur saga segir, að ráðið hafi ákveðið að reisa svo
slóra kirkju, að allir héldu að þeir væri orðnir vitskert-
ir. Hvorugt þetta tókst. En þegar búið var að vinna að
þessu í full 100 ár, eða árið 1506, var þarna risin frá
grunni heimsins mesta kirkja, og enn hefir engin gotn-
esk kirkja verið reist stærri.
En fullmikið höfðu menn færst í fang', því að fimm
árum síðar hrundi eitt hvolfþakið, og tók átta ár að
endurreisa það. Síðan liafa hvað eflir annað hrunið
spildur úr hvelfingunum í jarðskjálftum. En jafnóðum
er gert við það, og súlunum miklu hefir ekkert getað
grandað.
En það, sem dregur úr heildarsvip kirkjunnar að inn-
an, er kór sá, sem reistur hefir verið h. u. b. í miðri
kirkjunni. Kór þessi, eða prestakirkja, er hlaðin svo
miklu skrauti og dýrgripum, að sjálfsagt væri margra