Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1935, Blaðsíða 64

Kirkjuritið - 01.01.1935, Blaðsíða 64
Kirkjuritið. NÝTT RIT eftir danska geðveikralækninn dr. med. H. I. Schou: „Ideale Længsler og kristen Tro. Fire Foredrag". — O. Lohse. Köben- havn 1934. Er mér barst vitneskja um, að nýtt rit væri komið út eftir dr. Schou, pantaði ég það þegar í stað og hlakkaði til að lesa það sem fyrst. Ég hafði áður fcngið bækur þessa læknis, hæði „/?eligiösitet og sygelige Sindstilstande“, er kom út 1924, og ,.Sjælelige Konflikterer kom út árið 1931, og orðið hrifinn af þeim háðum. Bækur þessar voru um ýms fyrirbrigði sálar- lifsins og um mátt trúarinnar til að vernda taugakerfi manna gegn hinum margvíslegu öflum, er á það herja. En það, sem gjörði- þær svo aðlaðandi, var annarsvegar, hve höfundur þeirra skrifar ljóst og alþýðlega um hin flóknu rannsóknarefni, en hins vegar, hve heitur trúmaður hann er og áhugasamur um það, að hin nýja þekking í sálarlífsfræðinni geti orðið þeim til leiðbeiningar, er sálgæzlu stunda, og hverjum þeim til gagns, er veika menn umgangast. — Ur „Sjælelige Konflikter“ voru nokkrir þýddir lcaflar birtir í „Prestafélagsritinu“ 1932, þar á meðal mjög athyglisverður kafli um trúarhæfileika manna. Hin nýja bók læknisins er ekki löng, aðeins 88 blaðsiður, en hún hefir öll hin sömu góðu einkenni og fyrri bækur hans. I henni eru fjórir fyrirlestrar, sem höfundur hefir haldið á ýms- um stöðum á árunum 1916 til 1933. Fyrsti fyrirlesturinn heitir: „Ideale Længsler og kristen Tro“, annar: „Det verdslige Kalds Hellighed“, sá þriðji: „Samvirke mellem Præst og Læge i Sjæle- sorgen“, en hinn fjórði og síðasti: „De legemlige Tilstandes Be- tydning i'or det religiöse Sjæleliv“. Er hver af fyrirlestrum þess- um öðrum betri og eiga allir erindi til vorra tima, en mest þykir mér þó til siðasta fyrirlestursins koma og þess, er höf- undur segir um samband sálar og líkama og áhrif ákveðinna sjúkdóma á geðslag manna og andlega liðan. Eru nýjustu rann- sóknir um þau efni mjög merkilegar, og gefur höfundur margar góðar og þarfar bendingar, sem mjög gagnlegt er að þekkja. Þeim, sem vildu kynna sér það efni nánar, má benda á ágæta hók eftir Eivind Berggrav biskup, er kom út i Oslo 1933 og heitir: „Legeme og sjel i karakterliv og gudsliv“. Hið nýja rit dr. Schous endar á kaflanum, sem hér á eftir hirtist í þýðingu undir yfirskriftinni: „Hljóðar stundir“. Eru það niðurlagsorð höfundar. S. P. S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.