Kirkjuritið - 01.01.1935, Síða 38
26
Benjamín Ivristjánsson:
Kirkjuritið.
En því undarlegri er tilfinningin fyrir því, að samt sem
áður stöndum vér á þröskuldi hinnar eilífu veraldar, sern
stendur. Það er veröld ljóssins, hins eilífa, sem aldrei
þrýtur og ávalt hyggir hverja veröld upp að nýju, betri
og fegri en áður.
, „Eldur er beztur með ýta sonum og sólarsýn“. Þetta
skal nú vera vort nýársguðspjall. Og við þá sólarsýn
skyldum vér enn einu sinni hafa þrek og dirfð í oss að
gera heitstrengingar til mikilla liluta — ef vér viljum
leita að hliðum eilífðarinnar — og ef vér viljum ekki,
að tíminn líði yfir oss eins og þegjandi spurning, eins
og tilgangslaus skugganótt.
Benjamín Kristjánsson.
ER EKKERT AÐ ÓTTAST?
I ræðu, sem dr. Harry Emerson Fosdick, einn hinn lang-
frægasti og snjallasli prédikari Bandaríkjanna, flutti í New
York nýlega, komst hann þannig að orði:
„Það er ekki neina gott um það að segja, að kirkjan er hætt
að prédika um helvíti og kvalirnar. En það er samt sem áður
verl að veita því athygli, að þá svipu óttans, sem klerkarnir
hafa lagt frá sér, nota sumar aðrar stéttir ennþá óspart og með
geysilegum árangri — og nægir í því efni að benda á lækn-
ana til dæmis“.
„Það færi betur að leggja niður á öllum sviðum þá regin-
flónsku, að ekkert sé að óttast. Auðvitað er það fjölda margt,
sem ber að óttast, alt frá ólæknandi sjúkdómum og til þeirrar
hættu, sem yfir menningunni vofir, að farast í næsta ófriði. En
alveg eins og orðið ,,ást“ er látið merkja alla skapaða hluti
frá hinni lægstu tegund holdlegs munaðar til æðstu hpllustu,
þannig hefir orðið „ótti“ verið notað til að merkja alla skap-
aða hluti, alt frá gagnslausri skelfingu hjátrúarinnar til þeirrar
skarpsýnu forsjátni, sem kann að draga óviðráðanlegar afleið-
ingar af gefnum forsendum".
B. K.