Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1935, Page 41

Kirkjuritið - 01.01.1935, Page 41
Kirkjuritið. Kirkjuklukkuruar í Sevilla. 29 Súliir og bogar í „Mezquitunni“ i Cordova. eða yfir 1000 að tölu. Veggir voru þá engir, heldur var a flesta vegu alt opið, og hefir það verið miklu fegurra. En síðan var farið að káfa í þetta furðuverk. Ramm- ger múr var reistur umhverfis og garður á einn veginn. Er því byggingin eins og vígi eða kastali á að líla, ófög- ur og ómerkileg nema að stærðinni. Eftir að Márarnir höfðu verið reknir á hrott, var »mezquitan“ notuð til kristinnar guðsþjónustu. En lakast Var það, að kirkja var reist inni í henni miðri, og í þvi skyni rifnar niður súlur og' hvelfingar. Þegar Karl V. keisari sá þessa kirkju (sem er falleg út af fyrir sigj er sagt að hann hafi mælt svo: „Hér hafið þið reist kirkju, sera allir gátu reist alstaðar, en eyðilagt það, sem hvergi atti sinn líka!“ Óneitanlega virðist það líka dálítið und- ar*egt, að geta ekki fundið blett undir þessa kirkju annarsstaðar en inni í miðri „mezquitunni"! En þrátt fyrir allar þessar aðfarir er þetta hús þó eitt aí turðuverkum heimsins. Hér er yfirbygt torg eða skógur

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.