Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 5
Kirkjuritið. Kristur og kommúnisminn. 17«) Eða rússneska þjóðin. A svipuðum línia er hún orðin öll önnur þjóð. Eða Þjóðverjar. Það er eins og þeir iiafi orðið ný þjóð á örfáum árum. Alt þetta bendir skýrt til þess, að mannkynið muni geta breyzt á ótrúlega skömmum tíma, svo framarlega sem það verði snortið af æðstu bugsjóninni, sem nokk- uru sinni hefir bærst í mannssál, bugsjóninni um guðs- ríki á jörðu. Þjóðirnar eru ekki lengur einangraðar. Hugsanir berasl um bnöttinn með leifturbraða. Ytri skil- yrði eru fengin til þess, að fagnaðarárið geti breiðst um alla jörð, svo framarlega sem ástin til guðsríkis nær að rísa eins og máttug alda í brjósti mannkvnsins. Og livað myndi það fagnaðarár boða? Hið sama sem það átti að gera lijá Gyðingum forðum: Frelsi, jöfnuð og bróðerni. Vér höfum viljað, að Guð vekti beiminn með öðru móti — þannig að grundvöllur fjárbags- og félagsskip- unar stæði óhaggaður. En Guð befir ekki viljað það. Vér böfum grátbeðið um viðreisn veraldarinnar, en hún befir ekki komið. Því að liefði bún komið að óskum vorum, þá liefðu rangindi verið reist á helgri trú oss til ógæfu. Það yrði ekki það fagnaðarár, sem Guð þráir að gefa oss, fagnaðarárið, er kærleikurinn skiflir gæðunum. En er slik skifting ekki kommúnismi? Jú, kommún- ismi fnimkristninnar og þess bræðralags, sem Jesús lifði í með lærsveinum sínum. „Enginn sagði það sitl vera, er hann átti, heldur var alt sameiginlegt“. í þeim kommúnisma var ekkert af liarðýðgi Marxismans, nauð- ung, ófrelsi, efnisliyggju né guðleysi, en bann átti þó skylt við Marxismann að því leyti, sem hann er einlæg og voldug tilraun til þess að koma á betra og réttlátara skipulagi á jörðu. IJvernig bið nýja skipulag yrði, er kærleikurinn skifti gæðunum, er erfitt að segja með vissu. En það myndi fela í sér alt gott, sem konnnúnismi nútímans liefir að bjóða, og óendanlega miklu meira. Enginn lítihnagni

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.