Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 27
Kirkjuritið.
Trú og siðííæði.
201
sinni að vera til að dreifa mannlegum ófullkomleika,
því að það er ekki maðurinn, sem raunverulega stjórnar,
heldur Kristur í manninum.
En jafnvel Páll sjálfur varð þó að vakna af þessum
sæludraumi. Hann varð að liorfa á það, að söfnuðir hans
voru ekki fullkomnir, þrált fyrir gjöf andans. Og þetta
liefir verið reynsla allra alda. Hið gamla hold loðir við
og Kristur á oft erfitt að ná vexti hið innra með mönn-
unum, jafnvel þar sem löngunin og þráin eru fvrir, að
verða eins og hann var. Fótspor lians liggja svo oft aðr-
ar götur en þær, sem mönnunum virðast aðgengilegastar,
að ])að verður erfitt að fylgja þeim.
En á að saka læknana þó að margt reynist ólæknandi?
Og þá sérstaklega ef i hlnt eiga hörn, sem langar til að
vera úti, þegar læknirinn l)efir sagt þeim að vera i rúm-
inu. Guð hefir ska])að manninn sem frjálsa vern og
hann mun aldrei sjá sig um hönd í þvi frekar en öðru.
En af þvi leiðir að um óratima og aldaraðir verður
áreksturinn milli vilja Guðs og þess, sem maðurinn
velur, árekstur, sem að visu endar altaf á sömu leið,
en árekstur, sem ekki getur hætt nema maðurinn verði
annaðhvort fullkominn, eða hætti að vera maður.
Við viljum sjálfsagt lifa i þeirri trú, að áreksturinn
milli trúar og siðgæðis megi enda með því, hæði i lifi
einstaklinga og þjóða og mannkynsins alls, að trúin
hæði sem þekking og tilfinning og guðsamfélag lj'fli sið-
gæðinu algerlega upp til sín, upp í þá fullkomnu ein-
ing, það fullkomna samræmi, sem á að vera þar á milli
og er þar á milli hugsjóninni samkvæmt.
Þá er guðsríkið komið.
Magnús Jónsson.