Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 40
214 Innlendar fréttir. Kirkjuritið. Framlag til Prestakallasjóðs fellur iiiður á næsta ári, en vonandi er, að það verði ekki leng- ur, því að kirkjunni getur orðið mesti styrkur á ókomniun árum að hafa þetta fé til nauðsynlegra framkvæmda. Kirkjulegir fundir. „Kirkjuritið“ hefir áður getið um undirbúning undir væntan- iegan kirkjufund fyrir Austfirðingafjórðung á þessu sumri, síð- an hafa þessir fundir verið ákveðnir: Kirkjufundur fyrir Siinnlendingafjórðnng. Hann verður hald- inn í Reykjavík og hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni sunnu- daginn 21. júní kl. 11 f. h. Á hann að standa 2 eða 3 daga eftir þörfum. Aðalumræðuefni hans verður: Kirkjumál og kristnihald og mun rætt í þessum liðum: 1. Prestakallaskipun og söfnuðir. 2. Ferðalög lil safnaða. 3. Samtök í söfnuðum. 4. Kirkjan og æskan. 5. Kirkjan og útvarpið. Auk þess verður flutt erindi fyrir alinenning í Dómkirkjunni. Fundurinn er boðaður öllum andlegrar stéttar mönnum, sókn- arnefndum, Hallgrímsnefndum og safnaðarfulltrúum úr Vestur- Skaftafells, Rangárvalla, Árness, Kjalarnes, Borgarfjarðar, Mýra- Snæfellsness og Dalaprófastsdæmum. En heimilt er söfnuðum (þjóðkirkju og fríkirkju) og öðrum félögum, er vinna að kristin- dómsmálum og mannúðarmálum, að senda sérstaka fulltrúa fyrir sig, 1—3. Þeir sem óska að bera fram mál á fundinum tilkynni það varaformanni undirbúningsnefndar Ásmundi Guðmundssyni, Laufásveg 75, Reykjavík. Prestastefnan verður lialdin i Reykjavík dagana 25.— 27. júní. Hún hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni og mun séra Hálfdan Helgason á Mosfelli prédika að forfallalausu. Erindi fyrir al- menning mun einnig verða flutt í Dómkirkjunni, svo sem venja hefir verið. Þeir prestar, sem vilja bera fram sérstök mál, I i 1 - kynni það biskupi. Aðalfundur Prestafélags íslands verður haldinn að Þingvöllum. Hann hefst með guðsþjónustu í Þingvallakirkju sunnudaginn 28. júní kl. 5 e. h. Aðalmál lu.ns verður auk venjulegra fundarmála: Störf kirkjunnar fyrir æskulýðinn. Önnur mál, sem prestar vilja, að tekin verði til umræðu, eru þeir beðnir að tilkynna -stjórn Prestafélagsins. Ráðgert er, að fundurinn standi i 2 daga. Á. G.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.