Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 39
Ivirkjuritið. INNLENDAR FRÉTTIR. Kirkjumál á Alþingi. Skipun prestakalla. I’rátt fyrir öll andmæli safnaðanna í landinu gegn samsteypum prestakalla og áskoranir fjölda einstakra manna var enn á ný borið fram á síðasta Alþingi frumvarp til laga um skipun presta- kalla og stórfelda fækkun. Frumvarp þetta var að ]jví leyti nokk- uru skárra en frumvarp milliþinganefndarinnar, að nú skyldi prestaköllum fjölgað um 6, miðað við það, eða úr 59 í 05. Þótti ekki fært lengur, að Ógur, Vatnsfjarðar, Nauteyrar og Unaðsdals sókn- um skyldi þjónað frá ísafirði, Ólafsfirði frá Völlum i Svarfaðardal, eða Desjarmýrar, Húsavíkur og Njarðvíkur sóknum frá Kirkjubæ i Hróarstungu. En inn í þetta frumvarp var skotið því fráleita og fáránlega ákvæði, að öll prófastsembætti skyldu lögð niður. Frum- varpinu var vísað til nefndar, og klofnaði liún í tvent. Meiri hlutinn vildi láta samþykkja frumvarpið óbreytt, en minni hlut- inn lagði til, að prestaköllin yrðu alls 95, þar af 4 í Reykjavík, og skyldu 17 prestum jafnframt falin barnakennarastörf. Þessar breytingartillögur voru til stórra bóta á frumvarpinu, en full- nægðu hvergi nærri helztu formælendum safnaðaviljans á Al- þingi. Þó kusu þeir heldur að greiða þeim atkvæði en að eiga það á liættu, að frumvarpið næði að ganga fram óbreytt. Fóru svo leikar, að breytingarnar voru samþyktar við aðra umræðu í Neðri deild með 13 atkv. gegn 11. Siðan hafa komið fram frá einstökum þingmönnum margar breytingartillögur, sem miða að því ao tryggja söfnuðunum i kjördæmum þeirra að fá að lialda prestum sínum eins og verið hefir. Er fullséð um það, að presta- kallasamsteypur ná ekki fram að ganga á þinginu, og má eink- um þakka það söfnuðunum í lapdiiiu, sem hafa fylkt sér fast saman til verndar kristni og kirkju. Ætti að mega vænta þess, að þeir fengju nú að minsta kosti um sinn að búa í friði að sínu. Og næsta sporið, sem einsætl er fyrir þá að stiga, er að gjöra þá kröfu til kirkjustjórnarinnar, að laus prestaköll verði þegar aug- lýst til umsóknar. Vandræðaástandið, sem verið liefir í þeim efnum undanfarið, má ekki þolast lengur. Embættiskostnaður presta hefir aftur verið hækkaður upp í 65000 kr., eins og hann var ákveðinn upphaflega. Var það samkv. ákvörðun fjárhagsnefndar Neðri deildar Alþingis.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.