Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 25
Kirkjuritið.
Trú og siðgæði.
199
sem vekja viljalífið til gagnstæðra athafna við það fyrra.
Hvort þessara afla sigrar fer svo eftir atvikum.
Þannig er það og með trúarhugsunina, trúartilfinn-
inguna og þær vilja verkanir, sem þeim fylgja. Gagn-
stætt þeim verka óteljandi aðrar hugsanir og hugðir.
Það er meira að segja sennilegt, að fátt hafi við jafn
ramma andstöðu að etja. Kristna trúin heimtar yfirleitt
sjálfsfórn, og hún verkar því í þá átt á viljalífið. En móti
þvi rís alt vitsmunaveldi og tilfinningaofviðri sjálfs-
elskunnar, hinnar frumstæðustu allra hvata. Og er þá
nokkur furða, þó að ekki sé ávalt hægt að lesa alveg
hreina útkomu af því dæmi. Útkoman getur oft verið al-
veg eins mikið eftir því, hve sterk þessi hin öfl eru eins
og því, hve trúartilfinningin er einlæg. Og yfirborðs-
dómar um þessi efni eru því algerlega út í liött og gagns-
lausir. Þessi svokallaði dómur reynslunnar er því ekki
mikils virði. Og tali hann um ósamræmi milli trúar og
siðgæðis, þá segir hann ekki síður sannar sögur af hinu,
livernig trú mannsins hefir gersamlega mótað líf hans,
þegar hún liefir náð nógu sterkum tökum á honum.
Þá vil ég svo að lokum nefna hina þriðju skilgrein-
ingu trúarhugtaksins, en það er hin dulræna eða mýst-
iska hlið trúarinnar. Ég verð að játa það, að hér fer að
verða öllu örðugra um orðalag og lýsingar. En máli
mínu til stuðnings vil ég þegar í upphafi geta þess, að
þessi hlið trúarinnar er megin atriði og uppistaða í rit-
um tvegg'ja háfleygustu og djúpsæjustu rithöfunda Nýja-
testamentisins: Páls postula og Jóhannesar guðspjalla-
manns. í ritum beggja þessara liátinda frumkristninnar
er trúin fyrst og fremst það afl, sá dularfulli kraftur,
sem kemur manninum i samfélagið við Krist og Guð.
Það er hún, sem kippir manninum út úr þessum ófull-
komleikans heimi, með því að gefa honum hlutdeild í
eðli Guðs sjálfs. Kristur liefir fyrir kærleika föðurins
komið til vor mannanna, dáið syndinni og risið upp í