Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 7
Kirkjuritið. Kristur og kommúnisminn. 181 Vér getum einnig orðað það svo, að það sé andi Krists. Því að Kristur „sýndi oss föðurinn“, birti oss þann leyndardóm, hvernig Guð er, og takmarkið, sem vér eig- um að keppa að: „Verið fullkomnir, eins og faðir yðar á himnum er fullkominn“. Dýrð Guðs liefir opinberast oss í ásjónu Jesú Krists. Iværleiki Guðs til mannanna og kærleiki Krists er eitt og hið sama. Það bendir oss skýrt á það, hvernig vér eigum að berjast fyrir guðsriki á jörðu. Ekki með því að beita aðra ofbeldi og nauðung. Því að Guð er faðir. Ilann segir ekki: „Ég skal sigra þetta barn, hvað sem það kann að kosta það“, heldur: „Ég skal hjálpa þessu barni til þess að vinna sigur and- ans, bvað sem það kann að kosta mig“. Guðsríki verður ekki sett á stofn með vopnum kommúnismans, kúgun og harðneskju. Það væri fásinna að ætla sér slíkt. Þegar krossfarendurnir tóku borgina helgu með blóðgum bröndum, þá fundu þeir, að Kristur var þar ekki. Marxaðferðin er fljótvirkari — en óvissara um arðinn. Stalin segir, að Rússland verði innan skamms að feikna- mikilli verksmiðju, gríðarstórri vél. Og það mun rétt og maðurinn verður liður í þeirri vél. Því að menn verða ekki frjálsir við nauðung. Ef til vill stendur rússneska ríkið nú fastast allra ríkja í Evrópu, en þó er sífelt verið að herða meir og meir á böndunum og alræðisvaldið evkst. Að sönnu eru menn frjálsir, ef þeir fella sig við skipulagið. En hvað er það annað en ánauð að vera að eins frjáls að því að fara eina ákveðna braut. Menn verða að fella sig við fyrirkomulagið, eða líða undir lok að öðrum kosti. Lenin hefir sagt, að stærstu vandamál þjóðanna verði aðeins leyst. með því að beila valdi. Látum svo vera um sinn, en hvernig gengur að losna aftur við ofríkið, þegar lengra líður? Konungarnir á Ceylon áttu i innbyrðis ófriði, einn þeirra baðst hjálpar Portúgala, og þeir komu með skotvopn sín og lögðu undir sig landið. Seinna var beiðst hjálpar gegn Portúgölum. Þá komu Hollendingar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.