Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 4
178 Stanley Jones: Kirkjuritið.
Fagnaðarár lians boðaði það, að veröldin skyldi byrja
nýtt líf, bygt á réttlæti, jöfnuði og bræðralagi. Nýtt upp-
liaf, fagnaðarár um alla jörð.
Það má lita á mannkynið frá tvennskonar sjónarmiði.
Örlög þess séu bundin við upplag og arfgengi, kynfestu
og kynfylgju. Framtíðarvonir þess byggist á því að koma
upp góðum kynstofni, þótt þær eigi að sönnu liarla langt
í land. Eða þá að félagslegar aðstæður kynslóð eftir
kynslóð valdi meira um mannamun en ættgengið. Og
það reynist réttara. Enginn kynflokkur liefir baldið að
staðaldri yfirburðum yfir annan. Þeir hefjast og bníga
á víxl. 1 því sambandi má minna á ummæli Serviusar
rómverska um engil-saxneska ættstofninn: „Heimskustu
og ljótustu þrælarnir á sölutorginu eru þeir frá Bret-
landi“.
Þegar félagslegar aðstæður breytast, stjórnarskipun,
efnahagur, loftslag, siðferðisbugmyndir o. s. frv., þá
breytast jafnframt einstaklingar og þjóðir, og breyting-
in fer eftir því, hvernig þeir bregðast við kringumstæð-
unum.
Lítum t. d. á Japani. Fyrir 50 árum vóru þeir svo
bundnir við venjur og fræði fyrri tíma, að ekkert virt-
ist mulidu geta komið þeim úr þessum skorðum. En nú
eru þeir orðnir allir aðrir menn. Þeir bafa lært listir og
vísindi Veslurlanda. Ilvað liefir breytt þeim? Sama
blóð rennur þeim í æðum sem fyrri kynslóðum. Breytt
félagsskipun hjá þeim befir vakið þeim nýjar hugsjónir,
og viðhorfið við þeim hefir ummyndað þjóðina á manns-
aldri.
Eða Tyrkland. Árið 1920 virtist þjóðin samgróin liðn-
um öldum Islams. Nú bálfum öðrum áratug síðar er liún
orðin ný þjóð, með nýjum bug, nýjum þrótti og' nýju
marki fyrir augum. Sama blóð rennur þeim í æðum sem
fyrri kynslóðum. En þeim eru vaktar nýjar liugsjónir,
sem þeir beina lífi sínu eftir. „Sjúklingur Evrópu“ er
orðinn ungur og öflugur.