Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 42
216 Erlendar fréllir. KirkjuritjS. uou að lesa upp í kirkjunum ávarp gegn henni, þá voru þeir að visu fangelsaðir hundruðum saman. En þeir fengu aftur frelsi skömnm siðar og fluttu boðskap sinn, eins og ekkert hefði í skor- ist, enda lýstu þeir því yfir, að það hefði ekki verið setlun sín að ráðast á þýzku stjórnina, heldur á Andkristiun. Forráða- menn ríkisins sáu sér nú þann kosl vænstan, að viðurkenna frelsi og réttindi kirkjunnar, en láta ríkisbiskupinn, Miiller, víkja. Hefir stefna rikisstjórnarinnar siðan verið sú, að halda friði við kirkjuna, en banna lienni þó að hafa nokkur afskifti af málum ríkisins. Stjórnskipuð nefnd á að visu að ráða ýmsum málum kirkjunnar, en í hana liafa menn verið valdir þannig, að játningakirkjan hefir tögl og haldir. Virðast nú rólegri tímar fram undan en verið hafa. Á. G. Frá Rússlandi. Samkvæmt opinberum skýrslum í Rússlandi hafa 42800 and- legrar stéttar menn dáið i gæzluhaldi á þeim 18 árum, er ráð- stjórnin hefir ríkt. Nú lifa aðéins um 1200 andlegrar stéttar menn í Rússlandi, og hefir lítill hluti þeirra safnaðarstörf með höndum. Kaþólska kirkjan. Einn af merkisviðburðunum innan kaþólsku kirkjunnar upp á síðkastið er sá, að páfinn útnefndi fi. des. f. á. 20 nýja kardínála, og eru þeir nú 09 (full tala er 71). Ýmsum þykir gæta hiutdrægni og jafnvel óheppilegrar kirkjustjórnar í því, að meiri hluta kar- dínálaráðsins skipa nú ítalir. Þeir eru alls 38, en aðeins 31 eru annars þjóðernis. G. /í. Leiðréttingar: í grein séra Páls Þorleifssonar: Um samsteypu prestakalla hefir misprentast á hls. 99, 4 1. a., n. Á að vera doðinn, en ekki voðinn. í 7. erindi páskasálmsins í siðasta hefti Kirkjuritsins, 3. og 4. ljóðlinu, á að vera þeir í stað þær.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.