Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 35
Kirkjuritið. „Fjallið kemur lil Múhameds“. 209 En þjáning ef til vill þroska veldur; og því er henni að manni beint, að skattinn hver og einn Guði geldur í g’ulli, er sársauki bræðir hreint. Ef þannig háttað er þessu efni, mun þögnin langbezt við sjúklings rúm. Þá er oss nauðsynleg undirgefni. Og ekki skaðsamlegt vöku húm. Og allar mannraunir enda taka. Hið efra blasir við skýjarof. Og þín er búin sú þrautavaka, er þér var, sýnist mér, treind um of. Sú kona vinnur til góðra gjalda, er Guði kjör sín í legu fól — og vara munu um aldir alda, þó eyðist jörðin og blikni sól. Guðmundur Friðjónsson. „FJALLIÐ KEMUR TIL MÚHAMEÐS“. Fyrir þrettán liundruð áruni síðan ákvað Múhameð, að föstu- dagurinn skyldi vera helgidagur trúflokks síns, og á þeim degi skyldu þéir halda guðsþjónustur sínar. Var það rökstutt með því, að þetta væri dagurinn, þegar Adam var skapaður, enda vildi Múhameð fyrir alla muni ekki tilbiðja Guð á sama degi og kristnir menn eða Gyðingar. Nú hefir tyrkneska þjóðþingið nýlega samþykt lög þess efnis, að sunnudagurinn skuli vera hvíldardagur þeirra. Sömu lög ákveða, að 29. október slculi vera þjóðhátíðardagur Tyrkja, en það var 29. okt. 1923, sem Tyrkland varð lýðveldi. II. K.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.