Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 14
188 Stanley Jones: KirkjuritiS. 7. Einhver næstu sporin verða að miða að því, að sam- eina öfl kristninnar am víða veröld í kristið alþjóða- hræðralag. Kristnu kirkjudeildirnar verða að skilja það, að þær eru aðeins hluti af því bræðralagi og að aðrir geti unnið guðsríkisstarfið með þeim. Vér verðum að viðurkenna hvern þann mann sem kristinn, er vill eiga Krist að leiðtoga lífs síns. Sameiginlegt hlutverk bíður vor. Rómversk-kaþólskur prestur mælti við mig eftir nokkurar umræður um einingu kirkjunnar: „Ég hygg, að fyrstu skrefin, sem við rómversk-kaþólskir menn gæt- um stigið, væru þau, að kannast við yður mótmælendur sem kristna menn“. „Já“, svaraði ég, „og við munum aftur á móti viðurkenna yður sem kristna menn“. Vér verðum að stofna og getum stofnað kristið alþjóða- hræðralag. Sex hundruð miljónir kristinna manna myndu geta hrundið í framkvæmd því, sem þær ákvæðu að vinna að. Hverfum frá aukaatriðum og' látum deilur þagna. Brezkur flugmaður, sem átti að sjá um frið við Persaflóa, liefir sagt mér frá því, hvernig þeir færu að ])ví að halda Arabahöfðingjunum í skefjum. Þeir tækju þá í flugvél, ])egar þeir væru orðnir ólmir í stríð, og sýndu þeim lönd þeirra. Nú gætu þeir flogið yfir þau á einni stund, en væru marga daga að fara um þau á úlföld- um. Og þeir láta sefast. Landeign þeirra er svo lítil að sjá ofan frá. Þegar vér lítum á heimshlutverkið, sem bíður vor, þegar vér lítum á alt ofan frá, þá sjáum vér, hve fá- nýtar deilur eru um aukaatriði og heimskulegt að miða alt við sig. 8. Þegar styrkur vor er orðinn nógu mikill, þá meg- um vér ekki hika við að hrinda stefnuskrá Krists í fram- kvæmd í stjórnmálunum. Heimurinn getur auðvitað ekki orðið kristinn, ef ríkin eru heiðin. Hvort unt verður að nota einhvern þeirra stjórnmálaflokka, sem nú eru, eða stofna þarf annan, skal hér ósagt látið. En svo mikið er víst, að kristnin verður að standa öll þétt

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.