Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 26
200
Magnús Jónsson:
Kirkjuritið.
andanum. Og fvrir kraft trúarinnar getur nú maðnrinn
komist i svo náið og svo raunverulegt samfélag við
Krist, að hann beinlinis deyi með honum frá syndinni
og rísi upp með honum til andlegs lífs, þar sem syndin
liefir mist vald sitt.
Páll orðar þetta meira að segja svo: Ég lifi, þó ekki
framar ég, heldur lifir Kristur í mér. Það er ekki lengur
Páll, sem lifir, heldur Kristur. Svona örugg var vissa
Iians, svona sterk tilfinning hans fvrir hinu nýja lífi,
sem hann hafði öðlast fyrir trúna. Hann orðar þetta líka
á þann hátt, að Kristur sé hinn annar Adam, liinn fyrsti
maður og frumfaðir alveg nýs mannkyns, þess mann-
k}'ns, sem hefir dáið og risið npp með Kristi, og er því
ekki háð syndinni.
Jóhannes dregur þennan sannleika fram með líking-
unni um endurfæðing mannsins. í hans augum er þessi
viðburður svo gagnger, að honum verður ekki líkt við
neitt annað en það, að maðurinn fæðist að nýju, fæðist
af Guði fvrir trúna og hennar kraft.
Það þarf nú væntanlega ekki að eyða neinum orðum
að því, hvert er samhand trúarinnar frá þessu sjónar-
miði og siðgæðisins. Þau tvö hugtök eru vitanlega alveg
óaðskiljanleg. Trúarsamfélagið við Krist felur það i sér,
að það er í raun og veru Kristur, kristseðlið, sem er
komið í stað mannsins, og afstaða hins nýja manns er
því Krists afstaða til siðgæðisins. En þeirri afstöðu hefir
frá fyrstu tímmh verið lýst með kenningunni um synd-
levsi Krists. Bein afleiðing og rökrétt af þessu er því sú,
að maðurinn væri, eftir dauða sinn og upprisu með
Kristi, syndlaus. Og að Páll fann þetta má sjá af orðum
hans, þegar hann segir: Vér, sem dóum syndinni, hvern-
ig ættum vér framar að lifa í henni?
Hér er þvi samband trúar og siðgæðis svo náið, að
miklu frekar þarf að gera grein fyrir því, að það skuli
ekki ávalt fj'lgjast að á fullkominn bátt. Hér á ekki einu