Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 13
Kirkjuritið. Kristur og kommúnisminn. 187 fvrirheiti. Ungur kommúnisti, háskólakennari, liélt þvi fram um liríð, að skipulaginu nýja yrði aðeins komið á með ofheldi, svo varð hann kristinn maður. Þá mælti liann: „Nú skil ég hvað fvrir vkkúr vakir. Aðferð Krists getur komið þessu á“. Vér gætum ekki trúað því, að guðsríki lilyti að koma, ef það ætti að vera fyrir meðalgöngu kristinnar kirkju einnar. „Þér kristnir menn ætlið“, sagði indverskur leið- togi eitt sinn, „að menn geti aðeins lifað kristnu lífi inn- an þröngra veggja trúhoðs yðar. En ég fullvissa yður um það, að meira er af kristni utan þeirra veggja en innan“. Slíkt kann að vera ofmælt, en það skvldi vekja at.liygli vora á því, að guðsríkið er bæði innan krist- innar kirkju og utan hennar. „Ég á líka aðra sauði, sem ekki eru af þessu sauðabyrgi“, sagði Jesús Kristur. Alt gott læyrir þessu ríki til, og þá einnig alt gott og fagurl innan vébanda kommúnismans. Og það er svo margt að, að þeim fjölgar sifelt, sem vilja snúa baki við hatri, nauðung, harðýðgi og efnishyggju guðleysisins. Indverji, sem var nýkominn til Rússlands, sagði: „Kommúnistar fara að eins og hugsjón þeirra sé ný. Hún er það ekki. Hún reis með- kristninni. Þeir vilja taka kommúnism- ann frá kristninni og varpa Kristi fyrir liorð. Sú stund kemur, að þeir munu sækja Krist aftur, til þess að ekki hrynji alt í rústir“. Vér verðum að segja til fulls skilið við alt lmgleysi, því að stjörnurnar á brautum sínum, grundvallarstefna alheimsins, afleiðingarnar af reynslu og villu mannlífs- ins og leit mannsandans að hetra lifi — alt þetta og fleira starfar í þágu nýja ríkisins. „Vertu ekki hrædd, litla lijörð, því að föður yðar liefir þóknast að gefa yður rikið“. Alt lif vort og; starf á að beinast örugt að einu marki, því, að setja það á stofn hér á jörð. Guðsrikið er staðrevnd, sem ekki verður undan komist. Guð vill það. Og mennirnir verða að vilja það einnig — eða farast að öðrum kosti.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.