Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 6
180 Stanley Jones: Kirkjuritið. yrði troðinn undir, af hvaða stétt sem væri. Samkepnis- fyrirkomulagið gæti ekki staðist. Andrúmsloft þess hent- ar ekki kristindóminum, heldur andrúmsloft kærleika, hræðralags og samstarfs. Með þvi fyrirkomulagi, sem nú er, loka menn kristnina inni í kirkjum og klaustrum og hafa hana til skrauts á lielgum, en ekki í starfinu virku dagana. En þegar heimurinn kemst að raun um það — og nú er ekki langt frá því — að samkepnin leiðir í óskaplegar ógöngur, þá á hann að hneigjast fús- lega að guðsríkisboðskapnum. Breytingin á ekki að komast á með byltingu blóðs og ógna, nauðungar og liaturs, heldur á hún að verða nýtt fagnaðarár drottins, öld fómarlundar og bróðernis. Það er sannleikanum samkvæmt, sem Bernhard Shaw segir: „Nú er ég hefi virt fyrir mér mannheiminn í sextíu ár, þá þori ég að fullyrða, að ég sé enga leið út úr ógöng- um veraldarinnar aðra en þá, er Kristur myndi fara, ef hann tæki við stjórnartaumunum“. Og tvent styður vonirnar um það, að fagnaðarárinu verði viðtaka veitt. Mannkyninu eru að verða Ijós vonbrigðin og refilstíg- irnir, sem vald eigingirninnar liefir komið því út á. Því eru í raun og veru öll sund lokuð — nema einar dyr standa opnar, guðsríkisbrautin. Og þangað stefnir sterk þrá, sterkari vísast en oss flesta grunar, því að liún dylst undir yfirborðinu. Þær glóðir kunna þá og þegar að brjótast fram í bjartan loga. Fagnaðarárið getur verið nær en vér vitum. KRAFTURINN. Það varðar öllu, hver krafturinn er, sem stendur sér- hverri hreyfingu að baki. Þessvegna hljótum vér að spyrja um aflið, sem stefnuskrá Jesú er sþrottin af. Hann segir það þegar sjálfur: „Andi drottins er yfir mér“. Guðsríkisboðskapurinn er runninn frá lifanda Guði. Andi Guðs er á bak við liina voldugu hreyfingu, sem á að risa hærra og hærra.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.