Kirkjuritið - 01.05.1936, Blaðsíða 24
198
Magnús Jónsson:
Kirkjuritið.
Flest af tiu lagaboðorðunum eru neikvæð, eru bann:
Þú skall ekki! í endurlausnartrú eins og kristindómn-
um, er þctta þvert á móti. Boðskapurinn er fagnaðarboð-
skapur um kærleika Guðs og lijálp bans mönnunum til
handa. Svar tilfinningalífsins verður því fögnuður,
þakklátsemi og gagnkærleikur, en viljastarfsemin, sem
við það vaknar miðar til ummyndunar lífernisins i sam-
ræmi við þá nýju stöðu, sem maðurinn er kominn í, og
viðleitni, að lyftasl bærra, í áttina til guðdómsins sjálfs.
Já, segir nú eintiver. Þetta er nú alt saman ljóst og
sæmilega einfalt. En gallinn á því er bara sá, að það kem-
ur ekki heim við reynsluna. Trúaður maður gerir ekki
altaf það, sem er fallegt og Guði þóknanlegl. Það getur
meira að segja vel komið fvrir, að trúaður maður sé
mjög ófullkominn og miklu ófnllkonmari í siðferðiteg-
um efnum en annar, sem er vantrúaður.
Eg játa þetta fúslega alt saman. En það liaggar engu í
því, sem ég hef sagt liér að framan.
Fyrst er nú á það að líta, að allir slíkir dómar eru
rrijög hæpnir vegna jress, Iive ófullkomin jrekking okkar
er á því, liver er trúaður og liver ekki. Það fer ekki altaf
eftir játningu varanna, já, meira að segja ekki ávalt eflir
])ví, sem menn halda sjálfir eða tiafa hugmynd um.
En aðalatriðið er j)ó j)að, að j)egar um ])að er að ræða,
að móta breytnina, þá er ekki trúin þar ein um hiluna.
Það er ekki trúartilfinningin ein, sem skapar siðgæðis-
stefnu viljalífsins. Nálega engin hugsanaröð kemst gegn-
um sálarlifið lireinræktuð, eða einangruð frá öllu öðru.
Ég vil taka sama dæmið eins og áðan. Það er svangur
maður, sem sér fallegan matarbita, og alt gengur til eins
og ég þá gat um. En þegar höndin er komin að bitanum,
þá slær niður nýrri hugsun, t. d.: Þú átt alls ekki þenn-
an bita! Þú ert að stela! Eða þá að sú hugsun kemst inn,
einliverntíma á leiðinni, að bitinn sé óætur eða eitraður.
Þessar hugsanir vekja samstundis andúðartilfinningar,