Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.08.1939, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.08.1939, Qupperneq 32
246 Prestastefnan. Ág.-Sept. hættir störfum og segir lausu biskupsembættinu sakir aldurs. Svo hátt hefir borið á honum innan íslenzku kirkjunnar bæði innan lands og utan síðustu áratugina, að hjá því gat ekki farið, að þjóðin öll tæki eftir því, að hann hætti að gegna embætti sínu. Enda var réttilega að orði komist hér á síðustu prestastefnu, að við brottför hans væri verið að fletta blaði í kirkjusögu ís- lands. Það er auðvitað ekki liægt að rekja hér starfs- og æfiferil liins fráfarna biskups, svo umfangsmikið verk, sem það er — enda ekki ástæða til þess hér í okkar hópi, sem þekkjum hann svo vel og höfum fylgst með iífi hans og störfum. Hann er nú 73 ára gamall, fæddur 21. júní 1866. Starf hans fyrir kirkjuna, síð- an hann gekk í þjónustu hennar, er orðið ærið umfangsmikið. Við prestaskólann hér í Reykjavík starfaði hann í 17 ár, og þrjú árin sem lector og forstöðumaður hans. Veit ég, að allir. nem- endur hans frá þeim árum minnast hans sem eins hins allra ágætasta kennara, sem þeir hafa átt, því að kensluhæfileikar hans voru frábærir. Prestsvígslu tók hann 12. mai 1895 lil pré- dikunarstarfsemi, er hann hafði á hendi hér í Reykjavík um 13 ára skeið, sem hann hlaut mjög miklar þakkir bæjarbúa fyrir. Þá varð hann meðritstjóri að kirkjulegu mánaðarriti, „Verði ljós“, er hann starfaði við í 9 ár, og síðar í 2 ár meðútgefandi „Nýs kirkjublaðs". Á þeim árum vann hann ásamt öðrum að endur- þýðingu Nýja testamentisins. Sæti átti hann í nefnd þeirri, er vann á þeim árum að endurskoðun Helgisiðabókarinnar. Hann varð fyrsti forseti guðfræðisdeildar Háskóla íslands við stofnun hans 1911 og slarfaði við hann til ársins 1917, að hann tók við biskupsembættinu af Þórhalli biskupi Bjarnarsyni. En auk embættisstarfanna var biskup mjög afkastamikill rit- höfundur, svo að enginn biskup á íslandi mun hafa gefið út likt því jafn margar bækur. Vil ég aðeins nefna nokkurar þær helztu og merkustu: Sögulegur uppruni Nýja testamentisins. Almenn Kristnisaga, í 4 bindum. Grundvöllurinn er Kristur. Prédikanasafnið: Kristur vort líf. Meistari Hálfdán. Hannes Finnsson. í sumar mun koma úl æfisaga Jóns Halldórssonar frá Hítar- dal. í smíðum er æfisaga Tómasar Sæmundssonar. Reykjavík 1886—1936 með frábæru myndasafni — en auk þess fjölda tima- rita og blaðagreina og eigi alllítið, er hann hefir ritað á danska tungu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.