Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.08.1939, Side 34

Kirkjuritið - 01.08.1939, Side 34
248 Prestastefnan. Ág.-Sept. þakka þeim aSsto'ð þeirra sem „famuli“ í gær við vígslu mína, býð ég þá velkomna í hóp prestastéttarinnar og óska þeim bless- unar Guðs í störfum þeirra. Enn hafa þrjú prestaköll verið veitt á árinu: 1) Hofspresta- kall í Álftafirði, séra Pétri T. Oddssyni, 2) Dýrafjarðarþing, séra Eiríki J. Eiríkssyni, 3) ísafjarðarprestakall, séra Marinó Krist- inssyni, sem hlaul þar löglega kosningu, — og sem fyr er getið BreiðabóisstaðarprestakalJ á Skógarströnd, séra Sigurbirni Einarssyni. Þá hafa eftirfarandi prestar verið skipaðir prófastar að und- angenginni kosningu presta prófastsdæmanna: 1) Séra Guðbrandur Björnsson í Skagafjarðarprófastsdæmi (í stað vigslubiskups Hálfdáns Guðjónssonar). 2) Séra Þorsleinn Jóhannesson í Vatnsfirði í Norður-ísafjarðarprófastsdæmi (í stað núverandi biskups). 3) Séra Björn Magnússon á Borg (í stað Gísla prófasts Einarssonar). 4) Jón Þorvarðsson Vík (í stað Þorvarðar prófasts Þorvarðssonar). Hinir nýju prófastar eru ailir menn á hinu bezta skeiði og, sem kunnugt er, áhugasamir um mál kirkjunnar. Vænti ég hins bezta af samstarfinu við þá og óska þeim allrar blessunar í framtíðarstarfi þeirra. Eji óveittu prestköllin eru hinsvegar mörg og ]>að sem ialcara er, að lítið útlit er fyrir, að þau verði veitt á næslunni vegna skorts á prestlærðum mönnum, er prestsþjónustu vilja taka. Er þetta að verða hið mesta alvörumát. Hinir prestslausu söfnuðir eru mjög óánægðir og áhyggjufullir yfir ástandinu og berast tíðar óskir og áskoranir frá þeim um að útvega þeim presta. En eftir því sem ég bezl veit, er ekki nú sem stendur um nema einn eða tvo guðfræðikandídata að ræða, sem á næstunni hugsa sér að fara út í prestsskapinn, en hinsvegar 12 prestaköll óveitt. Það er mjög undarlegt og í raun og veru illa farið, að þeir, sem guð- fræðilega mentun hafa hlotið, ekki óska allir eftir að gerast prestar þjóðkirkjunnar. Þeir geta treyst því, að um það eru mjög ríkar óskir að fá þá út í starfið fyrir kirkjuna. Verkamenn- irnir eru of fáir, eins og ég hefi getið um, og þá mörg og mikil- væg tækifæri fyrir þá, sem vilja vinna að kristindómsmálunum, innan kirkjunnar. Þessi prestaköll eru nú óveitt: 1. Sandfellsprestakall í Öræfum. 2. Stáðarhólsþing. 3. Brjánslækur. 4. Staðarprestakall í Aðalvík. 5. Hvammsprestakail í Laxárdal. G. Mælifell.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.