Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.08.1939, Side 39

Kirkjuritið - 01.08.1939, Side 39
Kirkjuritið. Prestastefnan. 253 innar og eflingu siðgœðis og kristilegrar menningar í Iandinu.“ „Uppeldisþing Sambands íslenzkra barnakennara sendir prestastefnu islenzku kirkjunnar kveðju sína, þakkar heillaskeyti og telcur undir þá ósk, að íslenzkum prestum og kennurum megi Slysavarnir auðnast að vinna saman í bróðerni að úrlausn menningar- og sið- gæðisvandamála þjóðarinnar.“ Séra Jón Guðjónsson, sem hefir gengið manna bezt fram í því að stofna nýjar slysa- varnadeildir, hafði verið beðinn að flytja framsöguerindi um slysavarnir og þátttöku presta í þeim, en þar sem hann gal ekki komið, reifaði biskup málið með nokkurum orðum. Ýmsir fleiri tóku til máls, og loks var þessi tillaga samþykt i einu hljóði: „Prestastefnan færir þeim alúðarþakkir, sem unnið hafa að slysavarnarstarfinu fyr og siðar, og væntir ])ess, að prestastéttin haldi áfram að slyðja það starf og mælist til þess, að prestar landsins beiti sér fyrir því, að stofnaðar verði slysavarnardeildir i öllum prestaköllum landsins.“ Ýms erindi voru flutt á prestastefnunni auk þeirra framsöguerinda, sem þegar hafa verið nefnd. Þessir prestar fluttu erindi: Séra Gunnar Árnason, um Krist og daglega lífið. Séra Sigurjón Guðjónsson, um finsku kirkjuna. Séra Sigtryggur Guðlaugsson, um kirkjusöng. Séra Einar Sturlaugsson, um þýzku kirkjuna. Séra Böðvar Bjarnason prófastur, um lífsskoðun Jesú Krists. Erindin voru flutt í Dómkirkjunni, Fríkirkjunni og Menta- skólanum. Erindi

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.