Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.08.1939, Blaðsíða 56

Kirkjuritið - 01.08.1939, Blaðsíða 56
270 Ásmundur Guðmundsson: Ág.-Scpt. Herbergi Maríu er höggvið í klett undir liáallari. Það er nú nefnt engilskapellan. Marmarasúlur eru sin livoru megin við innganginn niður í hana, en fjórar yfir altari hennar. Það er lagt ljosgulum marmara, útl'lúrslaust, en þakið hlómum. Á gólfinu fyrir framan það eru tenings- myndir, fagurlega gerðar, og stjarna, sem minnir á Betle- hemsstjörnuna. fnni eru tvær súlur, sem eiga að marka Tíherías og Genesaretsléttuna, fram hjá Magdala lil fyrir framan altarið blöktu tvö rauð lampaljós, en þrjú fyrir ofan. Mátti lesa við skin þeirra á altarinu ]æssi orð: Verbum caro liic factum est, liér var orðið hold. En kvölds og morgna hringdu kirkjuklukkurnar gamalt ka- þólskt lag við kveðju engilsins og Maríuhænina: Heil vert þú, María, sem nýtur náðar Guðs. Drottinn er með þér. Blessuð sért ])ú meðal kvenna, og blessaður sé ávöxtur kviðar þíns, .Tesús. Heilaga María, lnð fyrir oss, syndur- um, nú og á dauðastundu vorri. Amen. Frá Nazaret fórum við austur að Genesaretvatni, um Tíberías og Genesaretsléttuna, fram hjá Magdala til Tabgha, sem er smáþorp að vestanverðu niðri við vatnið rétt fyrir sunnan Tell Hum, eða Kapernaum fornu. Var nú aftur komið í intabeltisloflslag, því að Genesaret er rúm- um 700 fetum fyrir neðan sjávarmál. Við fengum unaðs- legt liús til íbúðar, með blómfléttum, sem vöfðust upp á svalir, og aldinlundi alt í kring, en útsýn dýrleg yfir vatnið og hálsana og fjöllin i kring. Dálítill geigur var þo i okkur við hitann þarna, sem fór upp i 42 stig á Celsíus í skugganum. Við hádegisverðinn fyrsta daginn, sunnu- daginn 16., hittum við húsbóndann, föður Tápper, bláeyg- an og svipbjartan síðskegg með gletnisglampa í augum, og að öllu hinn drengilegasta. Ég hafði orð á því við hann, að nú langaði okkur til að ganga yfir lil Kapernaum. „Nei, það er ekki hægt,“ sagði hann. „Englendingar liafa sett upp gaddavírsgirðingu í milli, og svo er liætta á skot- um“. Þá mintist ég á það að fá leigðan bát með okkm meðfram bökkum vatnsins i sveig norður og austur alla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.