Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.08.1939, Side 57

Kirkjuritið - 01.08.1939, Side 57
Kirkjuritið. Frá Jórsalaför. 271 leið til Gergesa, eða Kursi, hinumegin við vatnið. „Nei, það er ekki heldur hægt. Því að þá kemst báturinn ekki aftur vestur yfir, því að vestanvindur hlæs allhvass, þegar á daginn líður“. „En til róta Hermonfjalls og Sesareu Filippí er þó vonandi liægt að komast héðan?“ spurði ég. „Nei, alls ekki. Sesarea Filippí telst til Sýrlands, og til Sýrlands eru allar samgöngur bannaðar þá leið.“ „En til Palestínuþorpanna í grend við Sesareu Filippi“? spurði ég enn. „Þangað fer enginn almenningsvagn.“ Þetta voru nú heldur dauflegar fréttir. Þó rættist betur úr öllu en á horfðist. Morguninn eftir fengum við fiskimann, Abu Ali, og son hans, eitthvað 12 ára gamlan, til þess að róa með okkur norður að Kapernaum, en gátum þess á leiðinni, að við hefðum hug á því að fara lengra. Þegar við vorum komnir á móts við Kapernaum, lét Abu Ali þess getið, að hann væri fáanlegur til þess að róa okkur norður til Jór- danósa og sýna okkur legu Betsaídu Júlías fyrir austan þá. Þessu boði tókum við fegins hendi, og alt gekk að ósk- um. Við sáum meira að segja fiskimenn leggja dragnet sitt í vatnið fyrir framan ósa Jórdanar. Á heimleiðinni tafði vestanvindurinn okkur og sóttist erfiðlega róðurinn. Fn við náðum Kapernaum og virtum staðinn fyrir okkur, þar sem borgin stóð eitt sinn, og rústirnar frægu af sam- kunduhúsinu þar. Um kvöldið báðum við föður Tápper nð útvega okkur bát og fjóra róðrarmenn kl. 4 um nótt- nia til þess að róa okkur til Gergesa og svo nokkuð norð- nr með landi og aftur vestur um. Myndum við þá væntan- l°ga komnir áður en vestanvindurinn tæki að ýfa vatnið. Kl. langt gengin 4 vakti Abu Ali okkur, og við hröðuðum °kkur niður að bátnum. Voru þar fyrir synir hans þrír, og sá yngsti a. m. k. ekki hár i loftið. Kl. 5 vorum við úti a mi^ju vatninu. Þá kom sólin upp. Við sáum blika á livít segl, hátar að halda til fiskjar, en engir héldu upp oð austurströndinni nema við. Þar stigu upp reykir frá jjöldum Bedúina, og í hlöðnu varðhyrgi voru þeir marg- 11 saman. Þangað stefndum við. Við komu okkar varð

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.