Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 3
Hvítasunnusálmur. Send mér eld í anda eilífðar úr sölum, drottinn. Lífs af lindum ljós þitt til mín streymi. Grafist gamlar sorgir. Gleymist dagsins mæða. Sé mín þrá og sigur sókn til þinna hæða. Kraft af krafti þínum, Kristur, lát mig finna. Gef mér sýn til sólar, svölun orða þinna. Hlekkir sundur hrökkvi. Hrími létti’ af jörðu. Þegar naprast næðir, nótt að degi gjörðu. Helga þú mitt hjarta helgum anda þínum. Öndvegi þú eigir inst í huga mínum. Minslu ei á mínar mörgu stóru syndir. Þvoi þær í burtu þínar kærleikslindir. Kom þú, Kristur hæða, kom í dýrð og veldi. Hjarta heimsins skírðu himnakrafti’ og eldi. Boðskapur þinn breiðir blessun löndin yfir. Þúsundfaldar þakkir þér, sem í oss lifir. Á livítasunnudag 1942. Einar M. Jónsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.