Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 34
168 G. J.: Kringum Hvalfjörð. Mai. Gamla konan lagði milda áherzlu á þessar hendingar, og: „Sá Guð er trúr, sem trúi eg á, ég treysti ei öðrum lierra, hans hlessuð forsjón hezt mun sjá, nær bölið mitt skal þverra. Sem aldan liafs þótt æði að strönd, . ei of langt komist getur, sín takmörk drottins hægri hönd svo hverri mæðu setur“. Þetta söng gamla konan fögrum rómi. Gamli maðurinn hlýddi á sem í leiðslu, hvert orð var eins og græðandi smyrsl í opna und, og hver hending eins og sárabindi. Svo mikill var o,g er máttur trúarskáldsins. Bíllinn þýtur áfram út rennslétta ströndina. í gegnum minningadvalann heyri ég, að fólkið í bílnum er eitt- livað að tala um Hallgrímskirkju í Saurbæ, þótti lítið vit í að hafa veglega kirkju á svo afskektum stað, skól- ar myndu koma í stað kirkna með tímanum. En á þess- um afskekta stað lifði og starfaði þessi mikli andi í kyr- þey að verkum, sem aldrei fyrnist yfir. En livar sem Hallgrimskirkja stendur, verður eitthvað af hinum fögru ljóðum hans að vera skráð þar innan- veggja með skýru letri, því að steinninn kveikir ekki eld i nolckurri sál, hvað mikið sem hann er skrevttur, en það gjörir liið lifandi orð í sálmunum. Mér hefir verið sagt, að yfir dyrum Þingeyrarkirkju sé letrað þetta vers séra Hallgríms: „Þá þú gengur í Guðs liús inn“ o. s. frv. Því liefir ráðið mikilmennið og bænda- höfðinginn Ásgeir Einarsson, sem lét hringja kirkju- klukkunum til þess að vísa viltum á veginn lieim. En er kirkjuklukkunum nú á tímum hringt til þess að vísa fólki á vegipn? Nú er Saurhær og Ferstikla langt að baki. Minning- arnar hverfa í gleymskunnar djúp. Bíllinn rennur áleiðis. Skrifnð i desember Guðbjörg Jónsdóttir frá Broddanesi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.