Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 11
Kirkjuritið. Tækifæri til vitnisburðar. 145 skiftir: Það er hin persónulega afstaða ykkar livers um sig til hins lifandi frelsara, drottins Jesú Krists. Sé hún enis og vera á, koma lausnir annara vandamála af sjálfu sér“. bessi ályktarorð liins vitra manns vildi ég einnig gera að minum. Allar vorar tilraunir til lausna á vandamál- llI1i samtíðarinnar eru aukaatriði. Það er aðeins eitt, sem máli skiftir: Hin persónulega afstaða vor, livers um Slg> til hins lifandi frelsara, drottins Jesú Krists. Sé liún sönn og rétt, höfum vér þau tækifæri til vitnisburðar, seni hera árangurinn i sjálfum sér. Gjafir til Búðakirkju í Fáskrúðsfirði. riiomas P. Stangeland hefir gefið Búðakirkju tvö vegleg skrautker á altari kirkjunnar til minningar um foreldra sina, ■ Stangeland kaupmann og frú Hansine Stangeland, sem átti "nkinn þátt í því að mynda Búðakauptún með framtakssemi sinni i síldarútvegi og sjávarútgerð. Bróðir Thomasar Stangeland, Hans P. Stangeland verksmiðju- e’gandi, gaf Búðakirkju veglega rafmagnsljósahjálm. Ennfremur gáfu þau hjónin Bjarni Sigurðsson búfræðingur, bvervegi 6, Reykjavík, og frú Þórunn Eiriksdóttir (fædd á Valtar- nesi) kirkjunni mikla kirkjuklukku, sem var áður í Fríkirkjunni <l Eskifirði. Bjarni var í hreppsnefnd og oddviti Fáskrúðsfjarðar- 'repps, sem þá náði einnig yfir Búðahrepp (Búðakauptún), þvi að t>á var hreppnum óskift. í sambandi við gjöfina skrifar hann ’Peðal annars: „Liggja til þessa þær hugljúfu endurminningar frá Fáskrúðs-' öeði, þar sem ég naut i raun o<j veru fyrsta trausts. Þó cr nú i öuganum ríkust samúðin, góðvildin og hin drengilega greið- v,kni, sem kunni að meta ófullkominn tilgang og viðleitni til að greiða úr vandamálum. Þykir mér vel við eiga, að kirkju- ^lnkkan, sem í hugskoti okkar, gömlu hjónanna, er tengd á tákn- rœnan hátt við hið háleitasta og göfugasta, sem hugsjónir okkar e>gja, flytji samúð okkar og þakklæti til fornra samferðamanna °g afkomenda þeirra, meðan hennar nýtur við. í hugarins dýpstu 'eýnum óskum við þess, að kirkjuklukkan verði til blessunar, °g hljómar liennar veki fögnuð um nálægð þess mesta og bezta, sem hjartað gleður“. Haraldur Jónasson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.