Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 15
KirkjuritiS. Kristnin á Skotlandi. 149 gædd. Strangt bann lá viS að hreyfa hana — nema á 6. degi eftir fult tungl. Þegar mikið lá við, og nálgast þurfti JUrtina, fór sú athöfn fram með hinum mesta hátíðleik. ^rúidi í hvítum serk var látinn stíga upp í tré og sníða JUrtina af með gullnu saxi, en undir eikinni hiðu aðrir Örúidar með hvítan dúk, sem þeir héldu þöndum á milli shi og var ætlaður til að láta jurtina falla á, því að sú var trú manna, að snerti hún jörðina, misti hún æðri eiginleika og kraft. Drúidarnir voru ekki einungis prestar og læknar þjóð- ar sinnar, heldur fóru þeir með dómsmál öll i landinu. ^faelskulist og skáldskapur var einnig iðkaður af þeim °ðriun fremur. Völd og áhrif þessarar einu æðri stéttar v°ru þvi nær takmarkalaus. Hver, sem neitaði hlýðni °g hollustu, stóð uppi réttlaus og rækur úr mannlegu 1 élagi. Hann mátti meðal annars ekki framar færa sér eldinn í nyt. Þorði enginn að leyfa liinum bannfærða uhaga, sem knúinn af eymd sinni dróst til mannabú- staða, að verma sig við eldana án þess að eiga á liætlu Pming og jafnvel dauða fj'rir greiðann. Sæist einhver hinna bannfærðu nálgast heimaarininn, ttýðu allir nema þeir, sem af tilviljun höfðu verið snertir eða höfðu komist í snerting við sökudólginn. Voru þeir eftir það taldir óhreinir, og skj'ldi fara með þá eftir sér- stökum reglum og hreinsa þá, áður en þeir gætu vígzt t’t niannlegs félags að nýju. Minnir þetta alt mjög á bannfæi’ing kristinnar kirkju tyr á tímum, og sannast hér, að fátt er svo nýtt, að ekki l'afi áður þekst. Kristniboð hefst. f’annig var þá trú og trúariðkunum háttað í Skotlandi, aður en ljós fagnaðarerindisins tók að ljóma yfir hæðir °§ dali þessa fagra nágrannalands okkar. En nú tekur að draga að þeim tíma, þegar kristnin fer að rækta sin andlegu eilífðarblóm í sálum íbúanna.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.