Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 36
í seinasta sinn. Á héraðsfundi að Stórólfshvoli 18. júní 1940. Það er ekki mjög oft, sem maður, eða menn, geta með vissu sagt, að eitthvað sé í seinasta sinn“, enda þótt flest, eða jafnvel alt, hér i tímanum, geti verið eða orðið í seinasta sinn, hvenær sem vera skal. En nú er þó svo ástatt lijá mér, að ég lilýt hæði að sjá og segja með vissu, að hér er ég nú í seinasta sinnið sem svonefndur prófast- ur, og sennilega einnig sem meðlimur þessarar samkomu, að miklu leyti nokkuð jafnt, samkvæmt mannlegum og guðlegum lögum, eins og allir kunnugir vita. En i þess- ari nefndu stöðu minni hefi ég' nú staðið, ásamt yður, kæru embættishræður og' fulltrúar, hér á þessum stað, einu sinni á ári í 15 ár og auk þess margoft verið og unnið með yður, og meðal safnaðar yðar, í svo mörg' ár, að ég hefi ærið margs að minnast, og hlýt því að finna mér hæði skylt og Ijúft að kveðja yður með nokk- urum minningar- og skilnaðarorðum. Já, minningarnar um og eftir samvistir og samstarf í öll liðnu árin, með og meðal yðar allra, kæru prestar og safnaðafulltrúar, eru margar, hæði á og frá þessum blessaða kirkjustað og heima lijá yður, í kirkjum og annars staðar, og langsamlega flestar þannig, að ég elslca þær og þakka af lieilum hug, þaklca Guði fyrir yður . og yður fyrir viðkynninguna, viðskiftin, viðgjörðirnar og allar samvistirnar — og þá hlýt ég einnig að minnast á sama hátt ýmsra mætra og mjög kærra látinna vina meðal yðar. En eins og eðlilegt var og er, liafa þó kynnin og við- skiftin verið mest og' flest meðal vor prestanna — þó líklega ekki nógu mörg né mikil um andleg efni. Og þá lilýt ég einnig sérstaklega að minnast, og muna lengi,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.