Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 12
Séra Friðrik Hallgrímsson dómprófastur sjötugur. Séra Friðrik Hallgríms- son dómprófastur átti sjö- , tugsafmæli 9. júní, og var honum og konu hans, frú Bentínu Hallgrímsson, sýndur margur sæmdar vottur, vináttu og þakk- lætis þann dag. Meðal annars aflienti sóknar- nefnd Dómkirkjusafnað- arins þeim veglega gjöf frá safnaðarfólkinu. En áður hefir söfnuðurinn heiðst þess að mega að fá að njóta áfram prests- þjónustu séra Friðriks, þótt hann næði sjötugs- aldri, og hefir kirkjumálaráðlierra veitt leyfi til þess. Er það mörgum mikið gleðiefni, þvi að séra Friðrik er mjög ótrauður og atorkusamur starfsmaður kristni og kirkju, félagsbróðir hinn hezti og bjart yfir öllum boð- skap lians. Sérstaklega hefir starf hans fyrir börn og unglinga verið dáð, og á hann einnig í flokki þeirra fjölda vina um land alt. Auk alls annars hefir hann ritað fyrir þau margar bækur. Því nánar sem menn kynnast séra Friðriki, því vænna þykir þeim um hann og virða hann meir og starfið, sem hann hefir unnið í stærsta söfnuði landsins. Dómprófastshjönin eru nú flutt í prestsseturshúsið nýja i Revkjavík. Þau héldu brúðkaup yngstu dóttur sinnai’ þennan dag. Kirkjuritið óskar dómprófastinum allra heilla og blessunar og samfagnar honum vfir löngum og fögr- um starfsdegi. Á. G.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.