Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.05.1942, Blaðsíða 30
164 Guðbjörg Jónsdóttir: Mai. liækkar á lofti, og þá hlýnar, náttúran brosir, en það er eins og angurværð í brosinu. Við förum franí hjá mörgum býlum, þar sem „viðurstygð eyðileggingarinnar" blasir við, þótt ekki sé beinlínis á helgum stað. En vafa- laust eru þessir staðir þeim helgir, sem hafa lifað þar, starfað og liðið, svo innilegt samband getur verið inilli mannsins og moldarinnar. Nú opnast Hvalfjörður, fagur og tígulegur, en alt of mikið háður erlendu valdi. Sums staðar við strendur Hvalfjarðar eru þeir helgidómar, sem harðleiknar ráns- hendur mega ekki með fara. Það er ömurlegt, að fjörð- urinn, sem séra Hallgrímur Pétursson bjó við, og liorfði út á, þegar hann orti sín ódauðlegu trúarljóð, skuli nú vera orðinn lierskiiialægi. Fyrir botni Hvalfjarðar er landslagið ekki fagurt, þetta fjall alveg ofan í flæðarmál, og vegurinn utan i því- Fyrir fjarðarbotninum liefðu átt að vera sléttar, grös- ugar eyrar, sem árnar hefðu liðast um eins og silfui'- reimar á grænu klæði. Vegurinn batnar lieldur, svo að hraðara er ekið. Þyr- illinn lxlasir við. Minningar frá löngu liðnum öldum seitla fram í hugann. Hörður, gæfulitla mikilmennið, svikinn og veginn frá konu og börnum. Þó er önnur sjón öllu átakanlegri, það er liin unga brúður lians, Helga jarlsdóttir, þar sem hún stendur einmaha og hjálp- arlaus með drengina sína á þessu Iiáa fjalli, Þyrlinunn Og eins og skáldið segir: „Þar leit hún nið’r af nípuskör á nes og hólm og svikavör, og' liugstór þerði harmtár snör, sem hrundu á vanga fríðum“. Nú lá annað fyrir en að fella tár, þessvegna þerði hún harmtárin svo fljótt, þau voru kveðja hennar til hóhn- áns. Vafalaust hefir engin jarlsdóttir stigið fæti á ís- lands háu fjallatinda, nema Helga í þessari einstæðu ferð.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.