Kirkjuritið - 01.03.1943, Side 8

Kirkjuritið - 01.03.1943, Side 8
78 Ásmundur Guðmúndsson: Marz. Sjálfstæðisbarátta íslenzku þjóðarinnar er orðin löng. En þó fer því fjarri, að henni sé að verða lokið. Sumir ætla að vísu, að markinu sé að verða náð, og setja traust sitt á skrifleg fullveldisloforð eða samn- inga. En Iiitt mun réttast og sannast, að sjaldan mun oss íslendingum hafa verið meiri þörf þess að berjast fyrir sjálfstæði voru en nú. Þjóðin er stödd á krossgötum. Surtarlogi leikur við himin sjálfan. Skammt ser fram. Það, sem vér eigum dýrast, verður að ganga gegnum eldraun. Aldrei hefir oss verið meiri þörf að biðja Guð eins og þjóðskáld vort: Sendu oss frelsi, sundur slít helsi, biðja og' iðja samkvæmt þvi. Hvað getum vér gjört til þess, að þjóð vor verði sjálf- stæð þjóð? Tvennt. Vér getum fyrst og fremst leitast við að verða sjálf- stæðir menn hver um sig. Þjóðarsjálfstæðið fer eftir þroska sjálfra vor hvers um sig. Vér getum ennfremur samstillt átök vor að því, að þjóðin í heild heyi samskonar sjálfstæðisbaráttu sem hver einstakur þarf að lieyja. Þjóðin verður að þekkja sjálfa sig. Það er mikill fengur oss íslendingum og ósambærileg- ur við fánýtt sjálfstæðisskraf að hafa nú eignazt rit, þar sem reynt er á stórfenglegan og samfelldan liátt að bregða upp mynd af þjóðarsál íslendinga og mótun hennar um aldirnar. Göllunum og ávirðingunum er lýst vel og rétt og þeim ófarnaði, er af hefir blotizt. Jafnframt er brugðið skýrri birtu yfir dýrasta arf vorn og menn- ingu og allt með þeim hætti, að þjóðerni vort og saga, tunga og trú verða oss enn kærri en áður. Hvorttveggja, gott og illt, hefir snúið oss af afli örlögþáttu, heiður eða

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.